Enski boltinn

Scott Parker: Vonast eftir fleiri tækifærum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Scott Parker átti stórleik með enska landsliðinu í gær. Mynd / Getty
Scott Parker átti stórleik með enska landsliðinu í gær. Mynd / Getty
Enski landsliðsmaðurinn, Scott Parker, vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá landsliðsþjálfaranum Fabio Capello. Parker lék virkilega vel gegn Wales í gær og hefur átt stórkostlegt tímabil hjá félagsliði sínu West Ham.



Parker hóf landsliðsferilinn sinn árið 2003 en leikurinn í gær var aðeins hans fimmti landsleikur fyrir England.



„Ég lék í 45 mínútur gegn Dönum í síðasta leik og stóð mig vel gegn Wales.“



„Núna verð ég að halda áfram að spila vel og fæ vonandi fleiri tækifæri,“ sagði Parker.



„Það er mikil samkeppni í liðinu en ég tel að frammistaða mín á þessari leiktíð geti skilað mér fleiri tækifærum. Við náðum vel saman á miðjunni í gær, en það er frábær tilfinning að spila með eins hæfileikaríkum leikmönnum og Frank Lampard og Jack Wilshere.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×