Halda í víking til Noregs 6. júlí 2011 09:00 Ljósmyndarinn Jói Kjartans og grafíski hönnuðurinn Hildur Hermanns yfirgefa kreppuna á Íslandi og halda í víking til Noregs. „Félagi minn sagði einu sinni við mig að þar sem peningarnir eru þar gerast hlutirnir. Fjörið er búið hér á Íslandi og í Danmörku. Nú tekur Noregur við," segir Jói Kjartans ljósmyndari og grafískur hönnuður en hann hyggst leggja land undir fót í haust og flytja til Noregs ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur en hún er þegar komin út. Brotthvarf þeirra frá landinu er mikill sjónarsviptir fyrir miðbæ Reykjavíkur en þau Hildur og Jói hafa sett skemmtilegan blæ á mannlífið síðustu ár. Jói er þekktur fyrir skemmtilegar götumyndir og hefur gefið út ljómyndabókina Joi de Vivre. Jói og Hildur eru bæði menntaðir grafískir hönnuðir frá Listaháskóla Íslands og ekki hefur gengið sem skyldi að fá vinnu við fagið á Íslandi. „Við vorum bæði atvinnulaus og orðin vonlaus um að finna vellaunaða vinnu hér. Þess vegna leitaði hugur okkar út en það var nú eiginlega fyrir tilvijun sem við ákváðum að flytja til Ósló," segir Jói en hugmyndin kom upp þegar hann sá aulýst eftir 300 bílstjórum til Noregs. „Þá hugsaði ég að þetta væri eina landið sem ég vissi um þar sem nóga vinnu er að fá. Bæði hér heima og í Danmörku er offramboð á fólki og litla vinnu að fá. Svo er Osló á leiðinni að verða jafn skemmtileg og Reykjavík held ég." Hildur er komin til Noregs, þar sem hún vinnur á bar og í fatabúð en Jói ætlar að flytja með haustinu. „Við tókum okkar þátt í góðærinu eins og flestir. Við reiknuðum það út að með því að fara út og vinna værum við í eitt ár að borga niður skuldir í staðinn fyrir þrjú ár hér heima. Hér fara laun bara lækkandi og vöruverð hækkandi." Jói ætlar samt ekki að leggja linsuna á hilluna og heldur áfram að taka myndir í Noregi. Hann er hins vegar tilbúinn að skipta um starfsvettvang eftir að hafa setið á skrifstofum auglýsingastofa undanfarin ár. „Ég væri alveg til í að vinna í fiski eða keyra rútu, svona til tilbreytingar. Ég byrja samt örugglega á að sækja um á hönnunarstofunum í Ósló. Við hugsum þetta bæði sem hálfgerðar vinnubúðir, í eitt ár til að byrja með. Svo sjáum við bara hvernig okkur líkar lífið hjá frændum okkar í Noregi." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
„Félagi minn sagði einu sinni við mig að þar sem peningarnir eru þar gerast hlutirnir. Fjörið er búið hér á Íslandi og í Danmörku. Nú tekur Noregur við," segir Jói Kjartans ljósmyndari og grafískur hönnuður en hann hyggst leggja land undir fót í haust og flytja til Noregs ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur en hún er þegar komin út. Brotthvarf þeirra frá landinu er mikill sjónarsviptir fyrir miðbæ Reykjavíkur en þau Hildur og Jói hafa sett skemmtilegan blæ á mannlífið síðustu ár. Jói er þekktur fyrir skemmtilegar götumyndir og hefur gefið út ljómyndabókina Joi de Vivre. Jói og Hildur eru bæði menntaðir grafískir hönnuðir frá Listaháskóla Íslands og ekki hefur gengið sem skyldi að fá vinnu við fagið á Íslandi. „Við vorum bæði atvinnulaus og orðin vonlaus um að finna vellaunaða vinnu hér. Þess vegna leitaði hugur okkar út en það var nú eiginlega fyrir tilvijun sem við ákváðum að flytja til Ósló," segir Jói en hugmyndin kom upp þegar hann sá aulýst eftir 300 bílstjórum til Noregs. „Þá hugsaði ég að þetta væri eina landið sem ég vissi um þar sem nóga vinnu er að fá. Bæði hér heima og í Danmörku er offramboð á fólki og litla vinnu að fá. Svo er Osló á leiðinni að verða jafn skemmtileg og Reykjavík held ég." Hildur er komin til Noregs, þar sem hún vinnur á bar og í fatabúð en Jói ætlar að flytja með haustinu. „Við tókum okkar þátt í góðærinu eins og flestir. Við reiknuðum það út að með því að fara út og vinna værum við í eitt ár að borga niður skuldir í staðinn fyrir þrjú ár hér heima. Hér fara laun bara lækkandi og vöruverð hækkandi." Jói ætlar samt ekki að leggja linsuna á hilluna og heldur áfram að taka myndir í Noregi. Hann er hins vegar tilbúinn að skipta um starfsvettvang eftir að hafa setið á skrifstofum auglýsingastofa undanfarin ár. „Ég væri alveg til í að vinna í fiski eða keyra rútu, svona til tilbreytingar. Ég byrja samt örugglega á að sækja um á hönnunarstofunum í Ósló. Við hugsum þetta bæði sem hálfgerðar vinnubúðir, í eitt ár til að byrja með. Svo sjáum við bara hvernig okkur líkar lífið hjá frændum okkar í Noregi." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira