Halda í víking til Noregs 6. júlí 2011 09:00 Ljósmyndarinn Jói Kjartans og grafíski hönnuðurinn Hildur Hermanns yfirgefa kreppuna á Íslandi og halda í víking til Noregs. „Félagi minn sagði einu sinni við mig að þar sem peningarnir eru þar gerast hlutirnir. Fjörið er búið hér á Íslandi og í Danmörku. Nú tekur Noregur við," segir Jói Kjartans ljósmyndari og grafískur hönnuður en hann hyggst leggja land undir fót í haust og flytja til Noregs ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur en hún er þegar komin út. Brotthvarf þeirra frá landinu er mikill sjónarsviptir fyrir miðbæ Reykjavíkur en þau Hildur og Jói hafa sett skemmtilegan blæ á mannlífið síðustu ár. Jói er þekktur fyrir skemmtilegar götumyndir og hefur gefið út ljómyndabókina Joi de Vivre. Jói og Hildur eru bæði menntaðir grafískir hönnuðir frá Listaháskóla Íslands og ekki hefur gengið sem skyldi að fá vinnu við fagið á Íslandi. „Við vorum bæði atvinnulaus og orðin vonlaus um að finna vellaunaða vinnu hér. Þess vegna leitaði hugur okkar út en það var nú eiginlega fyrir tilvijun sem við ákváðum að flytja til Ósló," segir Jói en hugmyndin kom upp þegar hann sá aulýst eftir 300 bílstjórum til Noregs. „Þá hugsaði ég að þetta væri eina landið sem ég vissi um þar sem nóga vinnu er að fá. Bæði hér heima og í Danmörku er offramboð á fólki og litla vinnu að fá. Svo er Osló á leiðinni að verða jafn skemmtileg og Reykjavík held ég." Hildur er komin til Noregs, þar sem hún vinnur á bar og í fatabúð en Jói ætlar að flytja með haustinu. „Við tókum okkar þátt í góðærinu eins og flestir. Við reiknuðum það út að með því að fara út og vinna værum við í eitt ár að borga niður skuldir í staðinn fyrir þrjú ár hér heima. Hér fara laun bara lækkandi og vöruverð hækkandi." Jói ætlar samt ekki að leggja linsuna á hilluna og heldur áfram að taka myndir í Noregi. Hann er hins vegar tilbúinn að skipta um starfsvettvang eftir að hafa setið á skrifstofum auglýsingastofa undanfarin ár. „Ég væri alveg til í að vinna í fiski eða keyra rútu, svona til tilbreytingar. Ég byrja samt örugglega á að sækja um á hönnunarstofunum í Ósló. Við hugsum þetta bæði sem hálfgerðar vinnubúðir, í eitt ár til að byrja með. Svo sjáum við bara hvernig okkur líkar lífið hjá frændum okkar í Noregi." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
„Félagi minn sagði einu sinni við mig að þar sem peningarnir eru þar gerast hlutirnir. Fjörið er búið hér á Íslandi og í Danmörku. Nú tekur Noregur við," segir Jói Kjartans ljósmyndari og grafískur hönnuður en hann hyggst leggja land undir fót í haust og flytja til Noregs ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur en hún er þegar komin út. Brotthvarf þeirra frá landinu er mikill sjónarsviptir fyrir miðbæ Reykjavíkur en þau Hildur og Jói hafa sett skemmtilegan blæ á mannlífið síðustu ár. Jói er þekktur fyrir skemmtilegar götumyndir og hefur gefið út ljómyndabókina Joi de Vivre. Jói og Hildur eru bæði menntaðir grafískir hönnuðir frá Listaháskóla Íslands og ekki hefur gengið sem skyldi að fá vinnu við fagið á Íslandi. „Við vorum bæði atvinnulaus og orðin vonlaus um að finna vellaunaða vinnu hér. Þess vegna leitaði hugur okkar út en það var nú eiginlega fyrir tilvijun sem við ákváðum að flytja til Ósló," segir Jói en hugmyndin kom upp þegar hann sá aulýst eftir 300 bílstjórum til Noregs. „Þá hugsaði ég að þetta væri eina landið sem ég vissi um þar sem nóga vinnu er að fá. Bæði hér heima og í Danmörku er offramboð á fólki og litla vinnu að fá. Svo er Osló á leiðinni að verða jafn skemmtileg og Reykjavík held ég." Hildur er komin til Noregs, þar sem hún vinnur á bar og í fatabúð en Jói ætlar að flytja með haustinu. „Við tókum okkar þátt í góðærinu eins og flestir. Við reiknuðum það út að með því að fara út og vinna værum við í eitt ár að borga niður skuldir í staðinn fyrir þrjú ár hér heima. Hér fara laun bara lækkandi og vöruverð hækkandi." Jói ætlar samt ekki að leggja linsuna á hilluna og heldur áfram að taka myndir í Noregi. Hann er hins vegar tilbúinn að skipta um starfsvettvang eftir að hafa setið á skrifstofum auglýsingastofa undanfarin ár. „Ég væri alveg til í að vinna í fiski eða keyra rútu, svona til tilbreytingar. Ég byrja samt örugglega á að sækja um á hönnunarstofunum í Ósló. Við hugsum þetta bæði sem hálfgerðar vinnubúðir, í eitt ár til að byrja með. Svo sjáum við bara hvernig okkur líkar lífið hjá frændum okkar í Noregi." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira