Lífið

Maria Shriver sækir lögformlega um skilnað

Maria Shriver eiginkona Arnolds Schvarzenegger hefur sótt lögformlega um skilnað eftir að hafa verið gift stjörnunni í 25 ár. Sex vikur eru nú liðnar frá því að upp komst um framhjáhald vöðvatröllsins en hann eignaðist son með húshjálpinni á heimilinu fyrir mörgum árum síðan. Hjónin tilkynntu fyrst um að þau væru skilin að borði og sæng og skömmu síðar greindi Schwarzenegger sjálfur frá lausaleikskróganum.

Hjónin gerðu kaupmála á sínum tíma og líklegt er talið að Shriver fái í sinn hlut helming af ríkidæmi Arnolds sem á að baki margar af vinsælustu kvikmyndum sögunnar. Þá fer Shriver fram á meðlag frá bóndanum fyrrverandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.