Ferskir á ferð um Evrópu 6. júlí 2011 21:00 "Þetta er búið að vera brjálað stuð og sjúklega skrautlegt," segir Arnór um ferðalag Agent Fresco. Strákarnir í hljómsveitinni Agent Fresco ferðast nú um Evrópu. Þeir hafa komið víða við og krefjast þess að komast í sturtu eftir hverja tónleika, sem gerir lyktina í rútunni bærilegri. "Maður er alltaf pínu hellaður þegar maður er búinn að sofa í bílnum," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Agent Fresco er á tónleikaferðalagi um Evrópu og Popp náði í Arnór rétt áður en hljómsveitin tróð upp á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Þar byrjuðu upprennandi hljómsveitir að troða upp í byrjun hátíðarvikunnar. Agent Fresco fór út um miðjan júní og hefur þegar komið fram í Þýskalandi, Sviss, Tékklandi, Slóvakíu, Póllandi, Austurríki, Hollandi og Danmörku. "Þetta er búið að vera brjálað stuð og sjúklega skrautlegt," segir Arnór. "Þetta er fyrsti túrinn þannig að við vissum að við yrðum að vera tilbúnir að spila fyrir hvern sem er, hvar sem er. Við erum búnir að spila á stórum stöðum og allt niður í venjulega bari eins og í Reykjavík." Arnór segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og að margir Evrópubúar hafi augljóslega kynnt sér hljómsveitina áður en þeir mættu á tónleika. "Það jákvæða er að það er sama hversu margir mæta, fólk syngur alltaf eitthvað með í lögunum þannig að fólk hefur greinilega hlustað á okkur áður en við mættum. Það er besta tilfinningin, þegar fólk er að syngja með í löndum þar sem þeir kunna ekki að tala ensku," segir Arnór í léttum dúr. Agent Fresco ferðast um í níu manna langferðabíl ásamt hljóðmanni og fararstjóra. "Þetta er búið að vera sjúklega mikið ferðalag. Við keyrum stundum í tíu klukkutíma í senn," segir hann. En hvernig er lyktin? "Lyktin er sjúklega hressandi. Hluti af kröfunum okkar á tónleikastöðunum eru sturtur, þannig að við höfum verið duglegir við að þrífa okkur. Við erum því miður voða lítið rokk og ról, held ég. En við erum samt rennandi sveittir hérna." Arnór og félagar leggja mikla áherslu á að fá góða gistingu þar sem þeir koma fram, en hingað til hafa þeir þurft frá að hverfa einu sinni vegna þess að aðstaðan var ekki nógu góð. "Það var gististaður sem við þurftum að yfirgefa í Sviss. Þetta var eins og neðanjarðarbyrgi," segir hann og hlær. "30 dýnur og nokkrar sturtur, ekkert net og járnhurð. Við neituðum að gista þar vegna þess að Vignir [bassaleikari] sá könguló." Og hvað gerðuð þið? "Við fengum hótel." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Strákarnir í hljómsveitinni Agent Fresco ferðast nú um Evrópu. Þeir hafa komið víða við og krefjast þess að komast í sturtu eftir hverja tónleika, sem gerir lyktina í rútunni bærilegri. "Maður er alltaf pínu hellaður þegar maður er búinn að sofa í bílnum," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Agent Fresco er á tónleikaferðalagi um Evrópu og Popp náði í Arnór rétt áður en hljómsveitin tróð upp á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Þar byrjuðu upprennandi hljómsveitir að troða upp í byrjun hátíðarvikunnar. Agent Fresco fór út um miðjan júní og hefur þegar komið fram í Þýskalandi, Sviss, Tékklandi, Slóvakíu, Póllandi, Austurríki, Hollandi og Danmörku. "Þetta er búið að vera brjálað stuð og sjúklega skrautlegt," segir Arnór. "Þetta er fyrsti túrinn þannig að við vissum að við yrðum að vera tilbúnir að spila fyrir hvern sem er, hvar sem er. Við erum búnir að spila á stórum stöðum og allt niður í venjulega bari eins og í Reykjavík." Arnór segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og að margir Evrópubúar hafi augljóslega kynnt sér hljómsveitina áður en þeir mættu á tónleika. "Það jákvæða er að það er sama hversu margir mæta, fólk syngur alltaf eitthvað með í lögunum þannig að fólk hefur greinilega hlustað á okkur áður en við mættum. Það er besta tilfinningin, þegar fólk er að syngja með í löndum þar sem þeir kunna ekki að tala ensku," segir Arnór í léttum dúr. Agent Fresco ferðast um í níu manna langferðabíl ásamt hljóðmanni og fararstjóra. "Þetta er búið að vera sjúklega mikið ferðalag. Við keyrum stundum í tíu klukkutíma í senn," segir hann. En hvernig er lyktin? "Lyktin er sjúklega hressandi. Hluti af kröfunum okkar á tónleikastöðunum eru sturtur, þannig að við höfum verið duglegir við að þrífa okkur. Við erum því miður voða lítið rokk og ról, held ég. En við erum samt rennandi sveittir hérna." Arnór og félagar leggja mikla áherslu á að fá góða gistingu þar sem þeir koma fram, en hingað til hafa þeir þurft frá að hverfa einu sinni vegna þess að aðstaðan var ekki nógu góð. "Það var gististaður sem við þurftum að yfirgefa í Sviss. Þetta var eins og neðanjarðarbyrgi," segir hann og hlær. "30 dýnur og nokkrar sturtur, ekkert net og járnhurð. Við neituðum að gista þar vegna þess að Vignir [bassaleikari] sá könguló." Og hvað gerðuð þið? "Við fengum hótel." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira