Ungur trommari í vinnu hjá Youtube 23. nóvember 2011 20:00 Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. „Já, ég fæ í rauninni borgað fyrir að setja inn myndbönd á Youtube," segir Þorsteinn Baldvinsson, 18 ára trommari og menntaskólanemi. Margt hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma í lífi hans síðan hann tók upp myndband af sjálfum sér að tromma og deildi á Youtube á afmælisdaginn sinn í mars síðastliðnum. „Þetta var þegar Charlie Sheen fór í viðtal sem var síðan gert að lagi. Ég gerði „drumcover" af laginu og setti inn, án þess að vona beinlínis að eitthvað gerðist. Svo byrjaði fólk að deila myndbandinu á Facebook og Twitter og allt í einu voru meira en hundrað þúsund manns búnir að horfa á það." Þorsteinn bjó sér til síðu á Youtube, StonysWorld, og fékk strax fjölda áskrifenda. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hann tók þátt í stiklukeppni, með vini sínum, sem tengdist þáttunum Jake og Amir. Þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini og þegar hann vann að gerð stiklunnar sá hann tækifæri til að búa til tónlist úr samtölunum í þáttunum. Eitt kvöldið bjó hann til tónlistarmyndband úr einu atriðanna og þá var ekki aftur snúið. „Ég sendi Jake og Amir myndbandið og þeir voru svo ánægðir með það að þeir dreifðu því út um allt. Núna er þetta bara orðið frekar stórt og ég er farinn að vinna með College Humor, sem þeir vinna fyrir, að því að gera þessi myndbönd," segir Þorsteinn sem bjóst ekki við því fyrir tveimur mánuðum að hann myndi kynnast stjörnum uppáhaldsþáttanna sinna. College Humor er ein vinsælasta grínsíða Bandaríkjanna og myndbönd Þorsteins vöktu fljótt mikla athygli, en tugþúsundir horfa á öll myndbönd sem hann gerir. Forsvarsmenn Youtube höfðu svo veður af vinsældum Þorsteins og fengu hann í samstarf við sig. Þá bjó hann til aðra síðu á YouTube, StonysSteffComedy. Vestanhafs hefur orðið til nýr flokkur frægra með tilkomu Youtube, en þar er fjöldi fólks í vinnu hjá síðunni við að búa til myndbönd sem fá mikið áhorf. Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn til að landa slíkum samningi og þykir honum þetta enn frekar óraunverulegt, enda segist hann ekki hafa dreymt um frægð og frama. „Ég er kominn með átta þúsund áskrifendur á síðuna síðan í september sem er bara frekar fáránlegt. Mig hefur aldrei dreymt sérstaklega um frægð, en mig hefur alltaf langað til að gera tónlist og hef verið að gera það nánast alla ævi. Svo þegar ég áttaði mig á möguleikum Youtube fannst mér fullkomið að geta bara sett hvað sem er þarna inn." Þorsteinn hyggst halda áfram að gera myndböndin og sjá hvað það leiðir af sér. Hann viðurkennir að mögulega gæti velgengnin á internetinu verið stökkpallur fyrir önnur verkefni, en nú þegar hefur honum boðist að semja auglýsingalag fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. Þorsteinn á augljóslega framtíðina fyrir sér og ætlar að halda áfram að leggja áherslu á tónlist. „Ég er í Tónlistarskólanum á Akureyri og reyni að koma mér í flest sem tengist tónlist. Þegar ég útskrifast úr MA langar mig að fara í tónlistarháskóla í Boston. En núna finnst mér geðveikt að geta unnið fyrir mér með þessu og ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get." bergthora@frettabladid.is Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Katrín fékk gervipíku að gjöf Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. „Já, ég fæ í rauninni borgað fyrir að setja inn myndbönd á Youtube," segir Þorsteinn Baldvinsson, 18 ára trommari og menntaskólanemi. Margt hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma í lífi hans síðan hann tók upp myndband af sjálfum sér að tromma og deildi á Youtube á afmælisdaginn sinn í mars síðastliðnum. „Þetta var þegar Charlie Sheen fór í viðtal sem var síðan gert að lagi. Ég gerði „drumcover" af laginu og setti inn, án þess að vona beinlínis að eitthvað gerðist. Svo byrjaði fólk að deila myndbandinu á Facebook og Twitter og allt í einu voru meira en hundrað þúsund manns búnir að horfa á það." Þorsteinn bjó sér til síðu á Youtube, StonysWorld, og fékk strax fjölda áskrifenda. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hann tók þátt í stiklukeppni, með vini sínum, sem tengdist þáttunum Jake og Amir. Þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini og þegar hann vann að gerð stiklunnar sá hann tækifæri til að búa til tónlist úr samtölunum í þáttunum. Eitt kvöldið bjó hann til tónlistarmyndband úr einu atriðanna og þá var ekki aftur snúið. „Ég sendi Jake og Amir myndbandið og þeir voru svo ánægðir með það að þeir dreifðu því út um allt. Núna er þetta bara orðið frekar stórt og ég er farinn að vinna með College Humor, sem þeir vinna fyrir, að því að gera þessi myndbönd," segir Þorsteinn sem bjóst ekki við því fyrir tveimur mánuðum að hann myndi kynnast stjörnum uppáhaldsþáttanna sinna. College Humor er ein vinsælasta grínsíða Bandaríkjanna og myndbönd Þorsteins vöktu fljótt mikla athygli, en tugþúsundir horfa á öll myndbönd sem hann gerir. Forsvarsmenn Youtube höfðu svo veður af vinsældum Þorsteins og fengu hann í samstarf við sig. Þá bjó hann til aðra síðu á YouTube, StonysSteffComedy. Vestanhafs hefur orðið til nýr flokkur frægra með tilkomu Youtube, en þar er fjöldi fólks í vinnu hjá síðunni við að búa til myndbönd sem fá mikið áhorf. Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn til að landa slíkum samningi og þykir honum þetta enn frekar óraunverulegt, enda segist hann ekki hafa dreymt um frægð og frama. „Ég er kominn með átta þúsund áskrifendur á síðuna síðan í september sem er bara frekar fáránlegt. Mig hefur aldrei dreymt sérstaklega um frægð, en mig hefur alltaf langað til að gera tónlist og hef verið að gera það nánast alla ævi. Svo þegar ég áttaði mig á möguleikum Youtube fannst mér fullkomið að geta bara sett hvað sem er þarna inn." Þorsteinn hyggst halda áfram að gera myndböndin og sjá hvað það leiðir af sér. Hann viðurkennir að mögulega gæti velgengnin á internetinu verið stökkpallur fyrir önnur verkefni, en nú þegar hefur honum boðist að semja auglýsingalag fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. Þorsteinn á augljóslega framtíðina fyrir sér og ætlar að halda áfram að leggja áherslu á tónlist. „Ég er í Tónlistarskólanum á Akureyri og reyni að koma mér í flest sem tengist tónlist. Þegar ég útskrifast úr MA langar mig að fara í tónlistarháskóla í Boston. En núna finnst mér geðveikt að geta unnið fyrir mér með þessu og ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get." bergthora@frettabladid.is
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Katrín fékk gervipíku að gjöf Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein