Lífið

Elska nýja Charlies-lagið en segja myndbandið undarlegt

Íslenska hljómsveitin The Charlies er sem kunnugt er starfrækt frá Los Angeles um þessar mundir. Þær stúlkur hafa nú gefið út svokallað mixteip á heimasíðu sinni (hægt er að hlaða því niður hér). Samhliða því kom út myndbandið við lagið Monster á YouTube sem horfa má á hér fyrir ofan.

Tónlistarsíðan scandipop.co.uk fjallar um lagið og líkir því við Britney Spears. Þá segir að við fyrstu hlustun sé lagið einkennilegt, en svo fái maður það á heilann og nú elski aðstandendur síðunnar það.

Myndbandið hefur einnig vakið athygli síðunnar, eins og margra annarra, og er varað við því að horft sé á það í vinnunni eða skömmu eftir matmálstíma þar sem það sé hvorki vinnu- né magavænt.


Tengdar fréttir

Kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti

"Við erum rosalega spenntar fyrir þessu,“ segir Alma, sem ásamt þeim Klöru og Steinunni myndar stúlknasveitina The Charlies. Á föstudaginn kemur út svokallað mixteip frá sveitinni sem aðdáendur geta hlaðið niður af netinu og fara stúlkurnar í mikla kynningarherferð vegna þessa í Los Angeles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×