Fyndnasti Verzlingurinn fær tækifæri 1. apríl 2011 12:00 fyndin verzlópía Margrét vann keppnina Fyndnasti Verzlingurinn og hefur nú verið boðið að troða upp á skemmtikvöldi grínhópsins Mið-Ísland. fréttablaðið/pjetur „Hjólin eru farin að snúast,“ segir Margrét Björnsdóttir, nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Margrét vann keppnina fyndnasti Verzlingurinn í síðustu viku. Á meðal dómara í keppninni voru Dóri DNA og Bergur Ebbi úr grínhópnum Mið-Íslandi, en Margrét falaðist etir að fá að starfa með þeim í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Þeir hafa nú boðið henni að vera sérstakur gestur á uppistandskvöldi hópsins í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaginn í næstu viku. Margrét segir kvöldið leggjast vel í sig. „Þetta er algjör snilld – ég er ógeðslega spennt,“ segir hún. Spurð hvort hún ætli að nota sigurbrandarana úr keppninni í Verzló í Þjóðleikhúskjallaranum segist hún ekki vera viss. „Ég kem kannski með nýja rútínu,“ segir hún. „Mér fannst hitt höfða meira til framhaldsskólanema og aldurshópsins míns. Þarna verður fólk á öllum aldri og ég vil reyna að höfða til þess. Ég læt kannski brandara um píkuprump vera. Mig langar samt að vera svolítið óviðeigandi.“ Mið-Íslandshópurinn, þeir Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Dóri DNA og Bergur Ebbi, var með tvö skemmtikvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í mars og var uppselt á þau bæði. Þá var Sólmundur Hólm sérstakur gestur, en ásamt Margréti verður enginn annar en Pétur Jóhann Sigfússon gestur í næstu viku. Margrét er gríðarlega ánægð með að fá að skemmta á sama kvöldi og hann, enda mikill aðdáandi. Ertu stressuð? „Nei, það hjálpar mér ekki að vera stressuð,“ segir hún. „Það er best að vera mjög slök – taka þessu með stóískri ró. Mér finnst það langbest.“ Miðasala á skemmtunina fer fram á Midi.is.- afb Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
„Hjólin eru farin að snúast,“ segir Margrét Björnsdóttir, nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Margrét vann keppnina fyndnasti Verzlingurinn í síðustu viku. Á meðal dómara í keppninni voru Dóri DNA og Bergur Ebbi úr grínhópnum Mið-Íslandi, en Margrét falaðist etir að fá að starfa með þeim í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Þeir hafa nú boðið henni að vera sérstakur gestur á uppistandskvöldi hópsins í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaginn í næstu viku. Margrét segir kvöldið leggjast vel í sig. „Þetta er algjör snilld – ég er ógeðslega spennt,“ segir hún. Spurð hvort hún ætli að nota sigurbrandarana úr keppninni í Verzló í Þjóðleikhúskjallaranum segist hún ekki vera viss. „Ég kem kannski með nýja rútínu,“ segir hún. „Mér fannst hitt höfða meira til framhaldsskólanema og aldurshópsins míns. Þarna verður fólk á öllum aldri og ég vil reyna að höfða til þess. Ég læt kannski brandara um píkuprump vera. Mig langar samt að vera svolítið óviðeigandi.“ Mið-Íslandshópurinn, þeir Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Dóri DNA og Bergur Ebbi, var með tvö skemmtikvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í mars og var uppselt á þau bæði. Þá var Sólmundur Hólm sérstakur gestur, en ásamt Margréti verður enginn annar en Pétur Jóhann Sigfússon gestur í næstu viku. Margrét er gríðarlega ánægð með að fá að skemmta á sama kvöldi og hann, enda mikill aðdáandi. Ertu stressuð? „Nei, það hjálpar mér ekki að vera stressuð,“ segir hún. „Það er best að vera mjög slök – taka þessu með stóískri ró. Mér finnst það langbest.“ Miðasala á skemmtunina fer fram á Midi.is.- afb
Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira