Lífið

Þessu liði leiddist greinilega ekki

MYNDIR/Arnór Halldórsson
Fyrra undanúrslitakvöldið í keppninni um Trúbador FM957 2011 í samvinnu við Corona fór fram á skemmtistaðnum Players í gærkvöldi. Eins og meðfylgjandi myndir sýna, sem ljósmyndarinn Arnór Halldórsson tók, þá var stemningin gríðarlega góð og var fólk greinilega komið til að hlusta á góða tónlist og skemmta sér vel.

Töluvert stress var í keppendum kvöldsins áður en þeir fóru á svið en um leið og keppendurnir voru komnir fyrir framan hljóðnemann þá var allt lagt í sölurnar og raddböndin þanin í þeim tilgangi að heilla dómnefnd kvöldsins sem var skipuð þeim Sverri Bergmann söngvara, kamelljóninu Haffa Haff og söngdívunni Guðrúnu Árnýu.

Þegar uppi var staðið valdi dómnefnd svo þrjú atriði sem komust áfram í úrslitin en úrslitakvöldið verður haldið á skemmtistaðnum Players 14. apríl næstkomandi.

Þeir sem komust áfram voru Ísold Guðlaugsdóttir, Eiríkur og Magnús Hafdal, Vigdís Ásgeirsdóttir & Sigurjón Alexandersson (Vigga & Sjonni) og Magnús Hagalín.

Næsta fimmtudag fer svo fram síðara undanúrslitakvöldið þar sem 8 atriði eru skráð til leiks. Þar verður forvitnilegt að sjá hverjir ætla að fylgja keppendum gærkvöldsins alla leið í úrslitin.

Strax eftir helgi byrjar FM957 á að fylla Players fyrir næsta kvöld. Þá mun útvarpsstöðin gefa 4 manna borð sem inniheldur að sjálfsögðu ískaldan Corona bjór fyrir alla á borðinu. Miðar og borð eingöngu fáanleg á FM957.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.