Bannað að fullyrða að Apple fái ekki vírusa 17. febrúar 2011 09:16 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá desember síðastliðnum um að Skakkiturninn ehf. hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum fyrirtækisins á Apple fartölvum. Fyrirtækinu hefur verið bannað að auglýsa með þessum hætti. Málavextir eru þeir að í október sendi Neytendastofa Skakkaturninum bréf þar sem vísað var til auglýsingar Apple búðarinnar, sem rekin væri af fyrirtækinu, þar sem fullyrt var um MacBook 13" fartölvu. „Engir vírusar." Neytendastofa vildi þar vekja athygli Skakkaturnsins á að fyrirtæki þurfi að færa sönnur á fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum. Bréfinu fylgdi einnig afrit af auglýsingu Apple í Bandaríkjunum á vírusvarnarforriti fyrir Apple Mac. Í svari Skakkaturnsins segir að allar tölvur sem afhentar séu frá fyrirtækinu beri enga vírusa, en þar sé um að ræða um 5 til 7 þúsund tölvu rá ári. . „Aldrei hafi komið upp sú staða að ein einasta vél hafi verið afhent viðskiptavini með vírus. Það sé það sem kærandi sé að vísa í. Í bréfinu segir síðan að hvað gerist á eftir, sé ekki gott að segja. Persónulega hafi sá fyrirsvarsmaður kæranda sem ritaði bréfið aldrei fengið vírus á sína tölvu og kærandi hafi sem þjónustuaðili Apple ekki fengið slík vandamál inn á sitt borð. Það að verkstæði sem fái mörg þúsund verkbeiðnir á ári skuli ekki uppgötva neina vírusa segi ansi mikla sögu og í rauninni alla söguna ef menn vilji elta ólar við það hvort vírus fari í Apple tölur eða ekki. ," segir í svarinu til Neytendastofu. Neytendastofa telur skýringarnar hins vegar villandi gagnvart neytendum. Þá er það mat bæði Neytendastofu og Póst- og fjarskiptastofnunar að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt gegn vírusum. „Og sennilega sé því þannig farið í lífinu að ekkert sé 100% öruggt nema dauðinn," segir í úrskurðinum. Skakkiturninn mótmælir þessu: „Ákvörðun Neytendastofu um að kæranda sé óheimilt að auglýsa Apple tölvur með „engir vírusar" hafi ekkert með raunverulega neytendavernd að gera, heldur sé aðeins lýsandi fyrir orðhengilshátt stofnunarinnar, sem virðist ekki líða að kostir einnar vöru umfram aðra sambærilega séu dregnir fram í auglýsingum með skemmtilegum hætti." Áfrýjunarnefnd staðfestir engu að síður úrskurð Neytendastofu og bann við því að auglýsa á umræddan hátt stendur. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá desember síðastliðnum um að Skakkiturninn ehf. hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum fyrirtækisins á Apple fartölvum. Fyrirtækinu hefur verið bannað að auglýsa með þessum hætti. Málavextir eru þeir að í október sendi Neytendastofa Skakkaturninum bréf þar sem vísað var til auglýsingar Apple búðarinnar, sem rekin væri af fyrirtækinu, þar sem fullyrt var um MacBook 13" fartölvu. „Engir vírusar." Neytendastofa vildi þar vekja athygli Skakkaturnsins á að fyrirtæki þurfi að færa sönnur á fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum. Bréfinu fylgdi einnig afrit af auglýsingu Apple í Bandaríkjunum á vírusvarnarforriti fyrir Apple Mac. Í svari Skakkaturnsins segir að allar tölvur sem afhentar séu frá fyrirtækinu beri enga vírusa, en þar sé um að ræða um 5 til 7 þúsund tölvu rá ári. . „Aldrei hafi komið upp sú staða að ein einasta vél hafi verið afhent viðskiptavini með vírus. Það sé það sem kærandi sé að vísa í. Í bréfinu segir síðan að hvað gerist á eftir, sé ekki gott að segja. Persónulega hafi sá fyrirsvarsmaður kæranda sem ritaði bréfið aldrei fengið vírus á sína tölvu og kærandi hafi sem þjónustuaðili Apple ekki fengið slík vandamál inn á sitt borð. Það að verkstæði sem fái mörg þúsund verkbeiðnir á ári skuli ekki uppgötva neina vírusa segi ansi mikla sögu og í rauninni alla söguna ef menn vilji elta ólar við það hvort vírus fari í Apple tölur eða ekki. ," segir í svarinu til Neytendastofu. Neytendastofa telur skýringarnar hins vegar villandi gagnvart neytendum. Þá er það mat bæði Neytendastofu og Póst- og fjarskiptastofnunar að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt gegn vírusum. „Og sennilega sé því þannig farið í lífinu að ekkert sé 100% öruggt nema dauðinn," segir í úrskurðinum. Skakkiturninn mótmælir þessu: „Ákvörðun Neytendastofu um að kæranda sé óheimilt að auglýsa Apple tölvur með „engir vírusar" hafi ekkert með raunverulega neytendavernd að gera, heldur sé aðeins lýsandi fyrir orðhengilshátt stofnunarinnar, sem virðist ekki líða að kostir einnar vöru umfram aðra sambærilega séu dregnir fram í auglýsingum með skemmtilegum hætti." Áfrýjunarnefnd staðfestir engu að síður úrskurð Neytendastofu og bann við því að auglýsa á umræddan hátt stendur.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira