Innlent

Seldu plastpoka til styrktar Bleiku slaufunni

Myndin frá vinstri:  Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Sigurður Þorvaldsson, sölustjóri rekstrarvörusviðs, Sigurður Kr. Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsssviðs, og Salvör Þóra Davíðsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Plastprent.
Myndin frá vinstri: Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Sigurður Þorvaldsson, sölustjóri rekstrarvörusviðs, Sigurður Kr. Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsssviðs, og Salvör Þóra Davíðsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Plastprent.
Plastprent lagði Krabbameinsfélaginu lið í október og seldi poka merktan Bleiku slaufunni til viðskiptavina sinna. Um var að ræða bleikann poka sem minnti fólk á átakið og seldust alls 20.000 pokar á tímabilinu.

Plastprent styrkti Krabbameinsfélagið um 5 krónur á hvern seldann poka og afhenti Ragnheiði Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins, bleika ávísun upp á 100.000 krónur.

"Okkur fannst einstaklega gaman að taka þátt í verkefninu Bleiku slaufunni með Krabbameinsfélaginu og hugum á frekara samstarf í náinni framtíð", sögðu fulltrúar Plastprents við afhendinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×