Norðurlönd heilla 22. september 2011 11:45 Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo eftir David Fincher með Rooney Mara í hlutverk Lisbeth Salander er að öllum líkindum hápunkturinn á tískubylgjunni frá Norðurlöndunum. Myndin verður frumsýnd um jólin. Hollywood er jafn háð tískubylgjum og aðrar greinar afþreyingariðnaðarins. Að þessu sinni eru það kvikmyndir, sjónvarpsþættir og bækur frá Norðurlöndunum sem eiga sviðið vestanhafs. Á sunnudaginn sýnir Stöð 2 fyrsta þáttinn af þrettán í bandarísku spennuþáttaröðinni The Killing. Þeir segja frá rannsókn lögreglunnar á hrottalegu morði í Seattle sem tekur óvænta stefnu. The Killing er byggð á fyrstu þáttaröðinni af Forbrydelsen, dönskum þáttum sem nutu mikilla vinsælda á RÚV. Þáttunum hefur verið hrósað mikið vestanhafs og þeir hlotið tvenn Emmy-verðlaun og ekki er farið í neinn feluleik með norræna arfinn, fjölskylda fórnarlambsins er af norrænum ættum og lögreglukonan Sarah Linden – hún hét Sara Lund í Danmörku – er yfirleitt klædd í lopapeysu. Framleiðendur The Killing eru hins vegar ekki að finna upp hjólið því Norðurlöndin eru nýjasta nýtt. Hinn enskumælandi heimur virðist hafa fengið nóg af varfærnislegri nálgun, hann vill sjá „realíska" útfærslu af undirheimunum, stríðinu í Afganistan og ástríðum. Og svo virðist sem Norðurlandabúar búi yfir þeirri getu. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun; Mýrin eftir Baltasar Kormák sem byggð er á bók Arnaldar Indriðasonar er í endurgerðarferli og þá hefur Baltasar sjálfur nýlokið við að gera kvikmyndina Contraband sem er endurgerð af íslensku kvikmyndinni Reykjavík-Rotterdam. Fréttablaðið greindi síðan frá því fyrir skemmstu að Ólafur Jóhannesson væri kominn á samning hjá umboðsskrifstofunni Principal Entertainment í draumaborginni og að þar hefðu menn áhuga á að endurgera kvikmynd hans, Borgríki. Sigurjón Sighvatsson endurgerði og framleiddi dönsku kvikmyndina Brødre eftir Susanne Bier sem varð að Brothers með Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Tobey Maguire í aðalhlutverkum. Önnur bíómynd Bier, Efter bryllupet, verður að öllum líkindum Hollywood-vædd sem After the Wedding. Upptalningin er nánast endalaus. Táningsstjörnuna Zach Effron langar til að reka unglingabólurnar af sér og endurgera sænsku glæpamyndina Snabba Cash sem byggir á samnefndri bók Jens Lapidus og hryllingsmyndin Let Me In var endurgerð á sænsku hrollvekjunni Låt den rätte komma in eftir Tomas Alfredson. Spennan stigmagnast í kringum The Girl with the Dragon Tattoo eftir David Fincher sem byggir á samnefndri bók Stieg Larsson. Margir supu aftur á móti hveljur þegar Fincher upplýsti að endirinn ætti eftir að koma fólki á óvart. Henrik Genz, danskur leikstjóri kvikmyndarinnar Frygtelig lykkelig sem verður væntanlega Terribly Happy í amerískri útgáfu, telur áhorfendur einfaldlega vilja fá eitthvað ögrandi upp í hendurnar. Og þá list kunni kvikmyndagerðarmenn frá Norðurlöndunum. „Áhorfendur vilja bregðast við sögunni og mynda sína eigin skoðun. Ekki halla sér aftur í sætunum og láta tónlistina segja sér hvernig þeim á að líða," segir Genz í samtali við bandaríska blaðið Newsweek. Slíkur er ákafinn og ágirndin í safaríkt efni frá Norðurlöndunum að kvikmyndagerðarmenn sitja orðið um glæpasögur frá Norðurlöndunum. Working Title keypti í október í fyrra réttinn að bók Jo Nesbø, Snømannen, og samkvæmt New York Magazine er hart barist um endurgerðarréttinn að norsku kvikmyndinni Hodejegerne sem byggir á bók eftir Nesbø. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Hollywood er jafn háð tískubylgjum og aðrar greinar afþreyingariðnaðarins. Að þessu sinni eru það kvikmyndir, sjónvarpsþættir og bækur frá Norðurlöndunum sem eiga sviðið vestanhafs. Á sunnudaginn sýnir Stöð 2 fyrsta þáttinn af þrettán í bandarísku spennuþáttaröðinni The Killing. Þeir segja frá rannsókn lögreglunnar á hrottalegu morði í Seattle sem tekur óvænta stefnu. The Killing er byggð á fyrstu þáttaröðinni af Forbrydelsen, dönskum þáttum sem nutu mikilla vinsælda á RÚV. Þáttunum hefur verið hrósað mikið vestanhafs og þeir hlotið tvenn Emmy-verðlaun og ekki er farið í neinn feluleik með norræna arfinn, fjölskylda fórnarlambsins er af norrænum ættum og lögreglukonan Sarah Linden – hún hét Sara Lund í Danmörku – er yfirleitt klædd í lopapeysu. Framleiðendur The Killing eru hins vegar ekki að finna upp hjólið því Norðurlöndin eru nýjasta nýtt. Hinn enskumælandi heimur virðist hafa fengið nóg af varfærnislegri nálgun, hann vill sjá „realíska" útfærslu af undirheimunum, stríðinu í Afganistan og ástríðum. Og svo virðist sem Norðurlandabúar búi yfir þeirri getu. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun; Mýrin eftir Baltasar Kormák sem byggð er á bók Arnaldar Indriðasonar er í endurgerðarferli og þá hefur Baltasar sjálfur nýlokið við að gera kvikmyndina Contraband sem er endurgerð af íslensku kvikmyndinni Reykjavík-Rotterdam. Fréttablaðið greindi síðan frá því fyrir skemmstu að Ólafur Jóhannesson væri kominn á samning hjá umboðsskrifstofunni Principal Entertainment í draumaborginni og að þar hefðu menn áhuga á að endurgera kvikmynd hans, Borgríki. Sigurjón Sighvatsson endurgerði og framleiddi dönsku kvikmyndina Brødre eftir Susanne Bier sem varð að Brothers með Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Tobey Maguire í aðalhlutverkum. Önnur bíómynd Bier, Efter bryllupet, verður að öllum líkindum Hollywood-vædd sem After the Wedding. Upptalningin er nánast endalaus. Táningsstjörnuna Zach Effron langar til að reka unglingabólurnar af sér og endurgera sænsku glæpamyndina Snabba Cash sem byggir á samnefndri bók Jens Lapidus og hryllingsmyndin Let Me In var endurgerð á sænsku hrollvekjunni Låt den rätte komma in eftir Tomas Alfredson. Spennan stigmagnast í kringum The Girl with the Dragon Tattoo eftir David Fincher sem byggir á samnefndri bók Stieg Larsson. Margir supu aftur á móti hveljur þegar Fincher upplýsti að endirinn ætti eftir að koma fólki á óvart. Henrik Genz, danskur leikstjóri kvikmyndarinnar Frygtelig lykkelig sem verður væntanlega Terribly Happy í amerískri útgáfu, telur áhorfendur einfaldlega vilja fá eitthvað ögrandi upp í hendurnar. Og þá list kunni kvikmyndagerðarmenn frá Norðurlöndunum. „Áhorfendur vilja bregðast við sögunni og mynda sína eigin skoðun. Ekki halla sér aftur í sætunum og láta tónlistina segja sér hvernig þeim á að líða," segir Genz í samtali við bandaríska blaðið Newsweek. Slíkur er ákafinn og ágirndin í safaríkt efni frá Norðurlöndunum að kvikmyndagerðarmenn sitja orðið um glæpasögur frá Norðurlöndunum. Working Title keypti í október í fyrra réttinn að bók Jo Nesbø, Snømannen, og samkvæmt New York Magazine er hart barist um endurgerðarréttinn að norsku kvikmyndinni Hodejegerne sem byggir á bók eftir Nesbø. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira