Sjúkdómur Fletcher: Háalvarlegur og erfiður viðureignar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2011 08:00 Darren Fletcher með Ryan Giggs og Paul Scholes. Mynd/Nordic Photos/Getty Á hverjum degi berast fregnir af meiðslum íþróttamanna og að þeir þurfi vegna þeirra að taka sér hvíld frá íþrótt sinni. Langoftast er hægt að greina frá eðli meiðslanna og hversu lengi viðkomandi íþróttakappi verði frá – sem reynist svo yfirleitt vera rétt. En af og til berast fregnir af því að íþróttamenn þurfi að taka sér veikindafrí þar sem þeir eru að glíma við sjúkdóm sem kemur íþróttinni ekkert við. Í þeim tilvikum getur óvissan verið mikil og óvíst hvort og hvenær viðkomandi getur stundað íþrótt sína á ný. Fyrr í vikunni var greint frá því að skoski knattspyrnumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United myndi líklega ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni þar sem hann væri veikur. Manchester United greindi frá því að Fletcher væri með sjúkdóm sem nefnist Colitis ulcerosa, eða sáraristilbólga á íslensku. Voru fjölmiðlar beðnir um að gefa honum næði og svigrúm til að takast á við veikindin. Ólæknandi sjúkdómurMynd/Nordic Photos/GettySjúkdómurinn leggst á þarmana og ristilinn og getur haft mikil áhrif á daglegt líf. Helst lýsir hann sér í langvinnum niðurgangi, stundum blóðugum, þreytu, kviðverkjum og í slæmum tilvikum hefur hann einnig í för með sér þyngdartap og hita. Edda Svavarsdóttir er formaður CCU-samtakanna á Íslandi, sem eru hagsmunasamtök sjúklinga með sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu. Samtökin voru stofnuð árið 1995 til að auka samfélagsvitund um sjúkdómana og veita sjúklingum vettvang til að leita sér stuðnings og kynnast öðrum sem hafa gengið í gegnum það sama. Talið er að um 0,5 prósent íslensku þjóðarinnar séu með annan hvorn sjúkdóminn, eða vel á annað þúsund manns. Algengt er að fólk greinist fyrst með sjúkdóminn á aldrinum 15-25 ára en orsökin er enn ókunn. „Fyrir það fyrsta er sjúkdómurinn ólæknandi," segir Edda. „Það er hægt að halda honum niðri með lyfjagjöf en það er ekki vitað af hverju fólk fær þennan sjúkdóm." Vill verða feimnismálMynd/Nordic Photos/GettyEdda segir að það hafi lengi þótt feimnismál að greinast með sjúkdóminn enda geti hann verið erfiður viðureignar í daglegu lífi. „Þegar maður er veikur og þarf að komast á salerni hvenær sem er dagsins, fer maður stundum ekki mikið út fyrir hússins dyr," segir Edda. „Allt álag – stress og áreiti – er vont fyrir sjúkdóminn. Það þarf einnig að passa vel upp á mataræði og svefn." Eins og með aðra sjúkdóma leggst sáraristilbólga misþungt á sjúklinga. „Sumir eru heppnir og sleppa vel en það getur farið á versta veg hjá öðrum og endað með því að það þurfi að fjarlægja ristilinn með uppskurði. Viðkomandi fengi því stómapoka – sumir innvortis en það gengur ekki hjá öllum og þeir þurfa því að vera með útvortis stóma." Sjúkdómurinn er ekki banvænn en getur þó leitt til ristilkrabbameins. Líkurnar á því aukast umtalsvert eftir að hafa gengið með sjúkdóminn í áratug. Þeir sem eru með stómapoka geta lifað eðlilegu daglegu lífi en óvíst er hvort knattspyrnumaður, með þeim átökum sem fylgja á knattspyrnuvellinum, geti stundað íþróttina eins og áður. Það skal þó tekið fram að það telst ekki fötlun að vera með stómapoka enda hafa einstaklingar með stómapoka bæði klifið Everest-fjall og hlaupið maraþon, svo eitthvað sé nefnt. Uppskurður er lokaúrræðiMynd/Nordic Photos/GettyMeð því að fjarlægja ristilinn telst sjúkdómurinn læknaður en með varandi afleiðingum fyrir viðkomandi. Edda segir að fæstir grípi til þessa úrræðis fyrr en í lengstu lög. „Lyfjagjöf geta fylgt aukaverkanir og svo geta margir stjórnað líðaninni með breyttu mataræði," segir Edda, sem sjálf hefur glímt við sáraristilbólgu. „Það hefur reynst mér vel að taka út allt rautt kjöt, áfengi og steiktan mat. Brasað skyndibitafæði er ekki lengur til staðar í mínu lífi." Átök og áreynsla varhugaverðMynd/Nordic Photos/GettyHún segir að íþróttaiðkun gæti reynst erfið fyrir sjúklinga. „Þeir sem glíma við þetta þurfa að hafa í huga að átök og áreynsla geta haft afar hvimleiðar afleiðingar í för með sér. Sjúkdómurinn hefur verið að greinast í krökkum allt niður í tólf ára aldur og þetta getur verið afar mikið feimnismál fyrir þá þegar fram í sækir – ekki bara í íþróttum," segir Edda og nefnir sem dæmi að prófkvíði geti verið slæmur fylgikvilli fyrir sjúklinga. „Próf geta oft verið ávísun á veikindi," segir hún. Hvort Darren Fletcher spilar aftur fótbolta verður tíminn einn að fá að leiða í ljós en Edda segir að þeir sem hafi greinst með sjúkdóminn geti lifað eðlilegu lífi. „En það getur verið líf með takmörkunum. Margir takast á við sjúkdóminn með jákvæðni að leiðarljósi og þá getur manni liðið mjög vel," segir Edda. „Finni maður hentuga lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum niðri og þá ætti knattspyrnukappinn að geta byrjað að spila á ný." Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Á hverjum degi berast fregnir af meiðslum íþróttamanna og að þeir þurfi vegna þeirra að taka sér hvíld frá íþrótt sinni. Langoftast er hægt að greina frá eðli meiðslanna og hversu lengi viðkomandi íþróttakappi verði frá – sem reynist svo yfirleitt vera rétt. En af og til berast fregnir af því að íþróttamenn þurfi að taka sér veikindafrí þar sem þeir eru að glíma við sjúkdóm sem kemur íþróttinni ekkert við. Í þeim tilvikum getur óvissan verið mikil og óvíst hvort og hvenær viðkomandi getur stundað íþrótt sína á ný. Fyrr í vikunni var greint frá því að skoski knattspyrnumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United myndi líklega ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni þar sem hann væri veikur. Manchester United greindi frá því að Fletcher væri með sjúkdóm sem nefnist Colitis ulcerosa, eða sáraristilbólga á íslensku. Voru fjölmiðlar beðnir um að gefa honum næði og svigrúm til að takast á við veikindin. Ólæknandi sjúkdómurMynd/Nordic Photos/GettySjúkdómurinn leggst á þarmana og ristilinn og getur haft mikil áhrif á daglegt líf. Helst lýsir hann sér í langvinnum niðurgangi, stundum blóðugum, þreytu, kviðverkjum og í slæmum tilvikum hefur hann einnig í för með sér þyngdartap og hita. Edda Svavarsdóttir er formaður CCU-samtakanna á Íslandi, sem eru hagsmunasamtök sjúklinga með sáraristilbólgu og svæðisgarnabólgu. Samtökin voru stofnuð árið 1995 til að auka samfélagsvitund um sjúkdómana og veita sjúklingum vettvang til að leita sér stuðnings og kynnast öðrum sem hafa gengið í gegnum það sama. Talið er að um 0,5 prósent íslensku þjóðarinnar séu með annan hvorn sjúkdóminn, eða vel á annað þúsund manns. Algengt er að fólk greinist fyrst með sjúkdóminn á aldrinum 15-25 ára en orsökin er enn ókunn. „Fyrir það fyrsta er sjúkdómurinn ólæknandi," segir Edda. „Það er hægt að halda honum niðri með lyfjagjöf en það er ekki vitað af hverju fólk fær þennan sjúkdóm." Vill verða feimnismálMynd/Nordic Photos/GettyEdda segir að það hafi lengi þótt feimnismál að greinast með sjúkdóminn enda geti hann verið erfiður viðureignar í daglegu lífi. „Þegar maður er veikur og þarf að komast á salerni hvenær sem er dagsins, fer maður stundum ekki mikið út fyrir hússins dyr," segir Edda. „Allt álag – stress og áreiti – er vont fyrir sjúkdóminn. Það þarf einnig að passa vel upp á mataræði og svefn." Eins og með aðra sjúkdóma leggst sáraristilbólga misþungt á sjúklinga. „Sumir eru heppnir og sleppa vel en það getur farið á versta veg hjá öðrum og endað með því að það þurfi að fjarlægja ristilinn með uppskurði. Viðkomandi fengi því stómapoka – sumir innvortis en það gengur ekki hjá öllum og þeir þurfa því að vera með útvortis stóma." Sjúkdómurinn er ekki banvænn en getur þó leitt til ristilkrabbameins. Líkurnar á því aukast umtalsvert eftir að hafa gengið með sjúkdóminn í áratug. Þeir sem eru með stómapoka geta lifað eðlilegu daglegu lífi en óvíst er hvort knattspyrnumaður, með þeim átökum sem fylgja á knattspyrnuvellinum, geti stundað íþróttina eins og áður. Það skal þó tekið fram að það telst ekki fötlun að vera með stómapoka enda hafa einstaklingar með stómapoka bæði klifið Everest-fjall og hlaupið maraþon, svo eitthvað sé nefnt. Uppskurður er lokaúrræðiMynd/Nordic Photos/GettyMeð því að fjarlægja ristilinn telst sjúkdómurinn læknaður en með varandi afleiðingum fyrir viðkomandi. Edda segir að fæstir grípi til þessa úrræðis fyrr en í lengstu lög. „Lyfjagjöf geta fylgt aukaverkanir og svo geta margir stjórnað líðaninni með breyttu mataræði," segir Edda, sem sjálf hefur glímt við sáraristilbólgu. „Það hefur reynst mér vel að taka út allt rautt kjöt, áfengi og steiktan mat. Brasað skyndibitafæði er ekki lengur til staðar í mínu lífi." Átök og áreynsla varhugaverðMynd/Nordic Photos/GettyHún segir að íþróttaiðkun gæti reynst erfið fyrir sjúklinga. „Þeir sem glíma við þetta þurfa að hafa í huga að átök og áreynsla geta haft afar hvimleiðar afleiðingar í för með sér. Sjúkdómurinn hefur verið að greinast í krökkum allt niður í tólf ára aldur og þetta getur verið afar mikið feimnismál fyrir þá þegar fram í sækir – ekki bara í íþróttum," segir Edda og nefnir sem dæmi að prófkvíði geti verið slæmur fylgikvilli fyrir sjúklinga. „Próf geta oft verið ávísun á veikindi," segir hún. Hvort Darren Fletcher spilar aftur fótbolta verður tíminn einn að fá að leiða í ljós en Edda segir að þeir sem hafi greinst með sjúkdóminn geti lifað eðlilegu lífi. „En það getur verið líf með takmörkunum. Margir takast á við sjúkdóminn með jákvæðni að leiðarljósi og þá getur manni liðið mjög vel," segir Edda. „Finni maður hentuga lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum niðri og þá ætti knattspyrnukappinn að geta byrjað að spila á ný."
Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira