Innlent

Er talinn hafa skorið sig sjálfur

Karlmaður á sextugsaldri, sem lögreglumenn fundu alvarlega slasaðan á heimili hans í fjölbýlishúsi við Skúlagötu í fyrrinótt, er talinn hafa skorið sig sjálfur með glerbrotum.

Hann gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í gær.

Nágrannar kölluðu á lögregluna vegna hávaða frá íbúð mannsins. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var hann mikið skorinn víða um líkamann og hafði misst mikið blóð.

Hann var þegar fluttur á slysadeild, þar sem blæðing var stöðvuð. Maðurinn var illa á sig kominn vegna blóðmissis og áfengisneyslu þegar lögreglu bar að.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×