Lögregla gerði húsleit heima hjá Agli 7. desember 2011 06:30 Egill Einarsson Málið hefur þegar haft margvíslegar afleiðingar. Fréttablaðið/gva Lögregla kaus að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir Agli Einarssyni og kærustu hans vegna rannsóknar á meintri nauðgun þeirra þar sem tæp vika leið frá atburðinum þar til málið var kært. Strax morguninn eftir voru hin kærðu kvödd til yfirheyrslu hjá lögreglu og húsleit gerð heima hjá Agli. „Kæran barst til lögreglu tæpri viku eftir hinn meinta atburð og því var svo langur tími liðinn að það voru ekki neinir rannsóknarhagsmunir fyrir hendi lengur,“ segir. Þetta segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Björgvin segir að lögregla hafi skoðað þennan þátt málsins vandlega eftir að stúlkan, sem er átján ára, kærði naugðunina, en ekki hafi reynst flötur á kröfu um gæsluvarðhald. Lögreglu hafi ekki verið kunnugt um málið fyrr en stúlkan lagði fram kæru klukkan eitt síðastliðinn fimmtudag. Það ferli hafi staðið langt fram eftir degi. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa vegna málsins. Símaskráin, sem skartar myndum af Agli ásamt fimleikastúlkum úr Gerplu, hefur verið tekin úr virkri dreifingu samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Já, Sigríði Margréti Oddsdóttur. Síminn hf. fengið bréf frá Já þess efnis að símaskráin verði fjarlægð úr öllum stöndum verslana fyrirtækisins, að sögn Margrétar Stefánsdóttur, blaðafulltrúa Símans. Sérstakir standar sem símaskráin var geymd í, voru í gær fjarlægðir úr verslunum og víðar. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hefur greint frá því að Egill muni ekki birtast í afþreyingarhluta fyrirtækisins fyrr en málið sé til lykta leitt. Þá er nýkomin út bók eftir Egil sem ber titilinn Heilræði Gillz. Jónas Sigurgeirsson, útgefandi hjá Bókafélaginu, segir að ekki standi til að taka bókina úr sölu. „Það hefur ekki komið til tals að fjarlægja bókina úr verslunum enda væri útgáfan með því að brjóta þá grundvallarreglu sem viðhöfð er í öllum réttarríkjum að maður er saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Þetta mál er nú í höndum lögregluyfirvalda og við eins og aðrir munum fylgjast með framvindu þess.“jss@frettabladid.is Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Lögregla kaus að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir Agli Einarssyni og kærustu hans vegna rannsóknar á meintri nauðgun þeirra þar sem tæp vika leið frá atburðinum þar til málið var kært. Strax morguninn eftir voru hin kærðu kvödd til yfirheyrslu hjá lögreglu og húsleit gerð heima hjá Agli. „Kæran barst til lögreglu tæpri viku eftir hinn meinta atburð og því var svo langur tími liðinn að það voru ekki neinir rannsóknarhagsmunir fyrir hendi lengur,“ segir. Þetta segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Björgvin segir að lögregla hafi skoðað þennan þátt málsins vandlega eftir að stúlkan, sem er átján ára, kærði naugðunina, en ekki hafi reynst flötur á kröfu um gæsluvarðhald. Lögreglu hafi ekki verið kunnugt um málið fyrr en stúlkan lagði fram kæru klukkan eitt síðastliðinn fimmtudag. Það ferli hafi staðið langt fram eftir degi. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa vegna málsins. Símaskráin, sem skartar myndum af Agli ásamt fimleikastúlkum úr Gerplu, hefur verið tekin úr virkri dreifingu samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Já, Sigríði Margréti Oddsdóttur. Síminn hf. fengið bréf frá Já þess efnis að símaskráin verði fjarlægð úr öllum stöndum verslana fyrirtækisins, að sögn Margrétar Stefánsdóttur, blaðafulltrúa Símans. Sérstakir standar sem símaskráin var geymd í, voru í gær fjarlægðir úr verslunum og víðar. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hefur greint frá því að Egill muni ekki birtast í afþreyingarhluta fyrirtækisins fyrr en málið sé til lykta leitt. Þá er nýkomin út bók eftir Egil sem ber titilinn Heilræði Gillz. Jónas Sigurgeirsson, útgefandi hjá Bókafélaginu, segir að ekki standi til að taka bókina úr sölu. „Það hefur ekki komið til tals að fjarlægja bókina úr verslunum enda væri útgáfan með því að brjóta þá grundvallarreglu sem viðhöfð er í öllum réttarríkjum að maður er saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Þetta mál er nú í höndum lögregluyfirvalda og við eins og aðrir munum fylgjast með framvindu þess.“jss@frettabladid.is
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira