Ungur trommari í vinnu hjá Youtube 23. nóvember 2011 20:00 Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. „Já, ég fæ í rauninni borgað fyrir að setja inn myndbönd á Youtube," segir Þorsteinn Baldvinsson, 18 ára trommari og menntaskólanemi. Margt hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma í lífi hans síðan hann tók upp myndband af sjálfum sér að tromma og deildi á Youtube á afmælisdaginn sinn í mars síðastliðnum. „Þetta var þegar Charlie Sheen fór í viðtal sem var síðan gert að lagi. Ég gerði „drumcover" af laginu og setti inn, án þess að vona beinlínis að eitthvað gerðist. Svo byrjaði fólk að deila myndbandinu á Facebook og Twitter og allt í einu voru meira en hundrað þúsund manns búnir að horfa á það." Þorsteinn bjó sér til síðu á Youtube, StonysWorld, og fékk strax fjölda áskrifenda. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hann tók þátt í stiklukeppni, með vini sínum, sem tengdist þáttunum Jake og Amir. Þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini og þegar hann vann að gerð stiklunnar sá hann tækifæri til að búa til tónlist úr samtölunum í þáttunum. Eitt kvöldið bjó hann til tónlistarmyndband úr einu atriðanna og þá var ekki aftur snúið. „Ég sendi Jake og Amir myndbandið og þeir voru svo ánægðir með það að þeir dreifðu því út um allt. Núna er þetta bara orðið frekar stórt og ég er farinn að vinna með College Humor, sem þeir vinna fyrir, að því að gera þessi myndbönd," segir Þorsteinn sem bjóst ekki við því fyrir tveimur mánuðum að hann myndi kynnast stjörnum uppáhaldsþáttanna sinna. College Humor er ein vinsælasta grínsíða Bandaríkjanna og myndbönd Þorsteins vöktu fljótt mikla athygli, en tugþúsundir horfa á öll myndbönd sem hann gerir. Forsvarsmenn Youtube höfðu svo veður af vinsældum Þorsteins og fengu hann í samstarf við sig. Þá bjó hann til aðra síðu á YouTube, StonysSteffComedy. Vestanhafs hefur orðið til nýr flokkur frægra með tilkomu Youtube, en þar er fjöldi fólks í vinnu hjá síðunni við að búa til myndbönd sem fá mikið áhorf. Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn til að landa slíkum samningi og þykir honum þetta enn frekar óraunverulegt, enda segist hann ekki hafa dreymt um frægð og frama. „Ég er kominn með átta þúsund áskrifendur á síðuna síðan í september sem er bara frekar fáránlegt. Mig hefur aldrei dreymt sérstaklega um frægð, en mig hefur alltaf langað til að gera tónlist og hef verið að gera það nánast alla ævi. Svo þegar ég áttaði mig á möguleikum Youtube fannst mér fullkomið að geta bara sett hvað sem er þarna inn." Þorsteinn hyggst halda áfram að gera myndböndin og sjá hvað það leiðir af sér. Hann viðurkennir að mögulega gæti velgengnin á internetinu verið stökkpallur fyrir önnur verkefni, en nú þegar hefur honum boðist að semja auglýsingalag fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. Þorsteinn á augljóslega framtíðina fyrir sér og ætlar að halda áfram að leggja áherslu á tónlist. „Ég er í Tónlistarskólanum á Akureyri og reyni að koma mér í flest sem tengist tónlist. Þegar ég útskrifast úr MA langar mig að fara í tónlistarháskóla í Boston. En núna finnst mér geðveikt að geta unnið fyrir mér með þessu og ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get." bergthora@frettabladid.is Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. „Já, ég fæ í rauninni borgað fyrir að setja inn myndbönd á Youtube," segir Þorsteinn Baldvinsson, 18 ára trommari og menntaskólanemi. Margt hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma í lífi hans síðan hann tók upp myndband af sjálfum sér að tromma og deildi á Youtube á afmælisdaginn sinn í mars síðastliðnum. „Þetta var þegar Charlie Sheen fór í viðtal sem var síðan gert að lagi. Ég gerði „drumcover" af laginu og setti inn, án þess að vona beinlínis að eitthvað gerðist. Svo byrjaði fólk að deila myndbandinu á Facebook og Twitter og allt í einu voru meira en hundrað þúsund manns búnir að horfa á það." Þorsteinn bjó sér til síðu á Youtube, StonysWorld, og fékk strax fjölda áskrifenda. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hann tók þátt í stiklukeppni, með vini sínum, sem tengdist þáttunum Jake og Amir. Þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini og þegar hann vann að gerð stiklunnar sá hann tækifæri til að búa til tónlist úr samtölunum í þáttunum. Eitt kvöldið bjó hann til tónlistarmyndband úr einu atriðanna og þá var ekki aftur snúið. „Ég sendi Jake og Amir myndbandið og þeir voru svo ánægðir með það að þeir dreifðu því út um allt. Núna er þetta bara orðið frekar stórt og ég er farinn að vinna með College Humor, sem þeir vinna fyrir, að því að gera þessi myndbönd," segir Þorsteinn sem bjóst ekki við því fyrir tveimur mánuðum að hann myndi kynnast stjörnum uppáhaldsþáttanna sinna. College Humor er ein vinsælasta grínsíða Bandaríkjanna og myndbönd Þorsteins vöktu fljótt mikla athygli, en tugþúsundir horfa á öll myndbönd sem hann gerir. Forsvarsmenn Youtube höfðu svo veður af vinsældum Þorsteins og fengu hann í samstarf við sig. Þá bjó hann til aðra síðu á YouTube, StonysSteffComedy. Vestanhafs hefur orðið til nýr flokkur frægra með tilkomu Youtube, en þar er fjöldi fólks í vinnu hjá síðunni við að búa til myndbönd sem fá mikið áhorf. Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn til að landa slíkum samningi og þykir honum þetta enn frekar óraunverulegt, enda segist hann ekki hafa dreymt um frægð og frama. „Ég er kominn með átta þúsund áskrifendur á síðuna síðan í september sem er bara frekar fáránlegt. Mig hefur aldrei dreymt sérstaklega um frægð, en mig hefur alltaf langað til að gera tónlist og hef verið að gera það nánast alla ævi. Svo þegar ég áttaði mig á möguleikum Youtube fannst mér fullkomið að geta bara sett hvað sem er þarna inn." Þorsteinn hyggst halda áfram að gera myndböndin og sjá hvað það leiðir af sér. Hann viðurkennir að mögulega gæti velgengnin á internetinu verið stökkpallur fyrir önnur verkefni, en nú þegar hefur honum boðist að semja auglýsingalag fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. Þorsteinn á augljóslega framtíðina fyrir sér og ætlar að halda áfram að leggja áherslu á tónlist. „Ég er í Tónlistarskólanum á Akureyri og reyni að koma mér í flest sem tengist tónlist. Þegar ég útskrifast úr MA langar mig að fara í tónlistarháskóla í Boston. En núna finnst mér geðveikt að geta unnið fyrir mér með þessu og ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get." bergthora@frettabladid.is
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira