Ungur trommari í vinnu hjá Youtube 23. nóvember 2011 20:00 Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. „Já, ég fæ í rauninni borgað fyrir að setja inn myndbönd á Youtube," segir Þorsteinn Baldvinsson, 18 ára trommari og menntaskólanemi. Margt hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma í lífi hans síðan hann tók upp myndband af sjálfum sér að tromma og deildi á Youtube á afmælisdaginn sinn í mars síðastliðnum. „Þetta var þegar Charlie Sheen fór í viðtal sem var síðan gert að lagi. Ég gerði „drumcover" af laginu og setti inn, án þess að vona beinlínis að eitthvað gerðist. Svo byrjaði fólk að deila myndbandinu á Facebook og Twitter og allt í einu voru meira en hundrað þúsund manns búnir að horfa á það." Þorsteinn bjó sér til síðu á Youtube, StonysWorld, og fékk strax fjölda áskrifenda. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hann tók þátt í stiklukeppni, með vini sínum, sem tengdist þáttunum Jake og Amir. Þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini og þegar hann vann að gerð stiklunnar sá hann tækifæri til að búa til tónlist úr samtölunum í þáttunum. Eitt kvöldið bjó hann til tónlistarmyndband úr einu atriðanna og þá var ekki aftur snúið. „Ég sendi Jake og Amir myndbandið og þeir voru svo ánægðir með það að þeir dreifðu því út um allt. Núna er þetta bara orðið frekar stórt og ég er farinn að vinna með College Humor, sem þeir vinna fyrir, að því að gera þessi myndbönd," segir Þorsteinn sem bjóst ekki við því fyrir tveimur mánuðum að hann myndi kynnast stjörnum uppáhaldsþáttanna sinna. College Humor er ein vinsælasta grínsíða Bandaríkjanna og myndbönd Þorsteins vöktu fljótt mikla athygli, en tugþúsundir horfa á öll myndbönd sem hann gerir. Forsvarsmenn Youtube höfðu svo veður af vinsældum Þorsteins og fengu hann í samstarf við sig. Þá bjó hann til aðra síðu á YouTube, StonysSteffComedy. Vestanhafs hefur orðið til nýr flokkur frægra með tilkomu Youtube, en þar er fjöldi fólks í vinnu hjá síðunni við að búa til myndbönd sem fá mikið áhorf. Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn til að landa slíkum samningi og þykir honum þetta enn frekar óraunverulegt, enda segist hann ekki hafa dreymt um frægð og frama. „Ég er kominn með átta þúsund áskrifendur á síðuna síðan í september sem er bara frekar fáránlegt. Mig hefur aldrei dreymt sérstaklega um frægð, en mig hefur alltaf langað til að gera tónlist og hef verið að gera það nánast alla ævi. Svo þegar ég áttaði mig á möguleikum Youtube fannst mér fullkomið að geta bara sett hvað sem er þarna inn." Þorsteinn hyggst halda áfram að gera myndböndin og sjá hvað það leiðir af sér. Hann viðurkennir að mögulega gæti velgengnin á internetinu verið stökkpallur fyrir önnur verkefni, en nú þegar hefur honum boðist að semja auglýsingalag fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. Þorsteinn á augljóslega framtíðina fyrir sér og ætlar að halda áfram að leggja áherslu á tónlist. „Ég er í Tónlistarskólanum á Akureyri og reyni að koma mér í flest sem tengist tónlist. Þegar ég útskrifast úr MA langar mig að fara í tónlistarháskóla í Boston. En núna finnst mér geðveikt að geta unnið fyrir mér með þessu og ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get." bergthora@frettabladid.is Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið. „Já, ég fæ í rauninni borgað fyrir að setja inn myndbönd á Youtube," segir Þorsteinn Baldvinsson, 18 ára trommari og menntaskólanemi. Margt hefur gerst á ótrúlega skömmum tíma í lífi hans síðan hann tók upp myndband af sjálfum sér að tromma og deildi á Youtube á afmælisdaginn sinn í mars síðastliðnum. „Þetta var þegar Charlie Sheen fór í viðtal sem var síðan gert að lagi. Ég gerði „drumcover" af laginu og setti inn, án þess að vona beinlínis að eitthvað gerðist. Svo byrjaði fólk að deila myndbandinu á Facebook og Twitter og allt í einu voru meira en hundrað þúsund manns búnir að horfa á það." Þorsteinn bjó sér til síðu á Youtube, StonysWorld, og fékk strax fjölda áskrifenda. Boltinn fór þó að rúlla fyrir alvöru þegar hann tók þátt í stiklukeppni, með vini sínum, sem tengdist þáttunum Jake og Amir. Þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini og þegar hann vann að gerð stiklunnar sá hann tækifæri til að búa til tónlist úr samtölunum í þáttunum. Eitt kvöldið bjó hann til tónlistarmyndband úr einu atriðanna og þá var ekki aftur snúið. „Ég sendi Jake og Amir myndbandið og þeir voru svo ánægðir með það að þeir dreifðu því út um allt. Núna er þetta bara orðið frekar stórt og ég er farinn að vinna með College Humor, sem þeir vinna fyrir, að því að gera þessi myndbönd," segir Þorsteinn sem bjóst ekki við því fyrir tveimur mánuðum að hann myndi kynnast stjörnum uppáhaldsþáttanna sinna. College Humor er ein vinsælasta grínsíða Bandaríkjanna og myndbönd Þorsteins vöktu fljótt mikla athygli, en tugþúsundir horfa á öll myndbönd sem hann gerir. Forsvarsmenn Youtube höfðu svo veður af vinsældum Þorsteins og fengu hann í samstarf við sig. Þá bjó hann til aðra síðu á YouTube, StonysSteffComedy. Vestanhafs hefur orðið til nýr flokkur frægra með tilkomu Youtube, en þar er fjöldi fólks í vinnu hjá síðunni við að búa til myndbönd sem fá mikið áhorf. Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn til að landa slíkum samningi og þykir honum þetta enn frekar óraunverulegt, enda segist hann ekki hafa dreymt um frægð og frama. „Ég er kominn með átta þúsund áskrifendur á síðuna síðan í september sem er bara frekar fáránlegt. Mig hefur aldrei dreymt sérstaklega um frægð, en mig hefur alltaf langað til að gera tónlist og hef verið að gera það nánast alla ævi. Svo þegar ég áttaði mig á möguleikum Youtube fannst mér fullkomið að geta bara sett hvað sem er þarna inn." Þorsteinn hyggst halda áfram að gera myndböndin og sjá hvað það leiðir af sér. Hann viðurkennir að mögulega gæti velgengnin á internetinu verið stökkpallur fyrir önnur verkefni, en nú þegar hefur honum boðist að semja auglýsingalag fyrir tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum. Þorsteinn á augljóslega framtíðina fyrir sér og ætlar að halda áfram að leggja áherslu á tónlist. „Ég er í Tónlistarskólanum á Akureyri og reyni að koma mér í flest sem tengist tónlist. Þegar ég útskrifast úr MA langar mig að fara í tónlistarháskóla í Boston. En núna finnst mér geðveikt að geta unnið fyrir mér með þessu og ég ætla að halda áfram eins lengi og ég get." bergthora@frettabladid.is
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira