Jónsi samdi lag með Cameron Crowe 7. nóvember 2011 11:30 Jónsi er mjög ánægður með samstarf sitt og Cameron Crowe en íslenski tónlistamaðurinn samdi tónlistina í kvikmyndinni We Bought a Zoo sem leikstjórinn gerir með þeim Matt Damon og Scarlett Johansson í aðalhlutverkum. Leikurum myndarinnar var skipað að hlusta á Jónsa og Sigur Rós og horfa á heimildarmyndina Heima til að upplifa það andrúmsloft sem átti að ríkja í myndinni. Fréttablaðið/GVA „Það er gaman að vinna með fólki sem maður hefur ekki unnið með áður, það er mikil ögrun," segir Jón Þór Birgisson, best þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós. Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe nýtir þessa dagana hvert tækifæri til að hæla íslenska tónlistarmanninum en Jónsi semur svokallað „Score" við nýjustu kvikmynd leikstjórans, We Bought a Zoo. Hann samdi auk þess lögin Ævin endar og Gathering Stories fyrir myndina en það síðarnefnda var samstarfsverkefni hans og leikstjórans. Diskur með tónlistinni er væntanlegur í allar betri plötubúðir 13. desember en myndin sjálf verður frumsýnd um jólin. Cameron hefur gert mikið úr samstarfinu við Jónsi í viðtölum að undanförnu. Hann lét leikara myndarinnar hlusta á sólóplötu Jónsa og plötur Sigur Rósar og skipaði þeim að horfa á heimildarmyndina Heima, þar væri sú stemning sem hann vildi koma til skila á hvíta tjaldinu. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru stórstjörnurnar Matt Damon og Scarlett Johansson. „Samstarfið hófst þannig að ég var að horfa á Almost Famous eftir Cameron [Crowe] heima hjá mér og mundi þá hvað hún var frábær," segir Jónsi en hann var staddur í London þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Við höfum verið í tölvupóstsamskiptum frá því að Sigur Rós var með þrjú lög í Vanilla Sky og ég ákvað að senda honum bara línu. Hann hafði þá verið að hlusta á sólóplötuna mína og spurði mig hvort ég vildi semja tónlist við myndina sem hann væri að gera." Jónsi fékk handrit myndarinnar sent nánast samstundis, las það yfir og fannst það nokkuð skemmtilegt. „Ég fór síðan út til Los Angeles og var fastur inni í hljóðveri í mánuð frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin. Það góða við kvikmyndatónlist er nefnilega að maður getur verið hvatvís og að maður hefur ekki allan tíma heimsins til að dúlla sér." Þetta er í fyrsta skipti sem Jónsi tekst á við verkefni af þessu tagi og þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Crowe notfærir sér tónlist á þennan hátt. „Það er rétt, hann hefur yfirleitt verið bara með svona „best off"-tónlist með þeim listamönnum sem hann er að hlusta á hverju sinni í sínum myndum. En við settumst bara niður, ákváðum að hafa fimm þemu og síðan bjó ég bara til tónlist við þau og hann lét hana undir myndina." Jónsi fór síðan fyrir skemmstu út til Los Angeles til að fylgjast með „mixinu" og sá þá myndina í heilu lagi. „Hún var mjög skemmtileg, svolítið hollywoodísk, en mjög skemmtileg." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
„Það er gaman að vinna með fólki sem maður hefur ekki unnið með áður, það er mikil ögrun," segir Jón Þór Birgisson, best þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós. Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe nýtir þessa dagana hvert tækifæri til að hæla íslenska tónlistarmanninum en Jónsi semur svokallað „Score" við nýjustu kvikmynd leikstjórans, We Bought a Zoo. Hann samdi auk þess lögin Ævin endar og Gathering Stories fyrir myndina en það síðarnefnda var samstarfsverkefni hans og leikstjórans. Diskur með tónlistinni er væntanlegur í allar betri plötubúðir 13. desember en myndin sjálf verður frumsýnd um jólin. Cameron hefur gert mikið úr samstarfinu við Jónsi í viðtölum að undanförnu. Hann lét leikara myndarinnar hlusta á sólóplötu Jónsa og plötur Sigur Rósar og skipaði þeim að horfa á heimildarmyndina Heima, þar væri sú stemning sem hann vildi koma til skila á hvíta tjaldinu. Meðal þeirra sem leika í myndinni eru stórstjörnurnar Matt Damon og Scarlett Johansson. „Samstarfið hófst þannig að ég var að horfa á Almost Famous eftir Cameron [Crowe] heima hjá mér og mundi þá hvað hún var frábær," segir Jónsi en hann var staddur í London þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Við höfum verið í tölvupóstsamskiptum frá því að Sigur Rós var með þrjú lög í Vanilla Sky og ég ákvað að senda honum bara línu. Hann hafði þá verið að hlusta á sólóplötuna mína og spurði mig hvort ég vildi semja tónlist við myndina sem hann væri að gera." Jónsi fékk handrit myndarinnar sent nánast samstundis, las það yfir og fannst það nokkuð skemmtilegt. „Ég fór síðan út til Los Angeles og var fastur inni í hljóðveri í mánuð frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin. Það góða við kvikmyndatónlist er nefnilega að maður getur verið hvatvís og að maður hefur ekki allan tíma heimsins til að dúlla sér." Þetta er í fyrsta skipti sem Jónsi tekst á við verkefni af þessu tagi og þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Crowe notfærir sér tónlist á þennan hátt. „Það er rétt, hann hefur yfirleitt verið bara með svona „best off"-tónlist með þeim listamönnum sem hann er að hlusta á hverju sinni í sínum myndum. En við settumst bara niður, ákváðum að hafa fimm þemu og síðan bjó ég bara til tónlist við þau og hann lét hana undir myndina." Jónsi fór síðan fyrir skemmstu út til Los Angeles til að fylgjast með „mixinu" og sá þá myndina í heilu lagi. „Hún var mjög skemmtileg, svolítið hollywoodísk, en mjög skemmtileg." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira