Auðunn Blöndal á FM957 24. október 2011 10:00 Auðunn Blöndal hefur tekið að sér stjórn nýs síðdegisþáttar á FM 957. Einn gestastjórnandi verður með honum á hverjum degi en í þeim hópi verða meðal annars Sverrir Þór Sverrisson og Steindi Jnr. „Mér líst alveg hrikalega vel á þetta og hlakka mikið til, þetta er miðill sem ég hef aldrei unnið við,“ segir Auðunn Blöndal. Hann vendir kvæði sín í kross á ferli sínum þegar hann hefur störf sem stjórnandi nýs síðdegisþáttar á FM 957. Þættirnir verða á dagskrá alla virka daga milli fjögur og sex en honum hafði ekki enn verið gefið nafn þegar Fréttablaðið ræddi við Auðunn, Blö-vaktin kom hins vegar sterklega til greina og var líklegur kandídat. Auðunn verður hins vegar ekki einn í hljóðverinu við Skaftahlíð því á hverjum degi verður einn gestastjórnandi. Sverrir Þór Sverrisson, Egill Einarsson, Björn Bragi og Steindi Jnr. munu gegna þeim hlutverkum og hefur þeim verið úthlutaður einn dagur í viku. Auðunn veit ekki alveg hvort það sé hægt að flokka hann sem FM-hnakka, segist sjálfur flakka mikið á milli stöðva og sé alæta á tónlist. „En ég þekki auðvitað strákana þarna.“ Auðunn reiknar fastlega með því að vera með opna línu þannig að hlustendur geta hringt inn og spjallað við hann. Aðspurður hvort honum finnist þetta ekki skref niður á við, frá því að hafa verið nánast daglegur gestur á skjá landsmanna í tíu ár, að fara í útvarp segir hann það síður en svo. „Hefðirðu spurt mig fyrir fimm árum þá hefði mér örugglega þótt þetta skrýtið en ég er ekkert að segja skilið við sjónvarpið,“ segir Auðunn sem undirbýr nú af krafti framhaldsþáttaröð af Atvinnumönnunum okkar og sjónvarpsþáttinn Asíska drauminn en tökur á þeim báðum hefjast eftir áramót. - fgg Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Mér líst alveg hrikalega vel á þetta og hlakka mikið til, þetta er miðill sem ég hef aldrei unnið við,“ segir Auðunn Blöndal. Hann vendir kvæði sín í kross á ferli sínum þegar hann hefur störf sem stjórnandi nýs síðdegisþáttar á FM 957. Þættirnir verða á dagskrá alla virka daga milli fjögur og sex en honum hafði ekki enn verið gefið nafn þegar Fréttablaðið ræddi við Auðunn, Blö-vaktin kom hins vegar sterklega til greina og var líklegur kandídat. Auðunn verður hins vegar ekki einn í hljóðverinu við Skaftahlíð því á hverjum degi verður einn gestastjórnandi. Sverrir Þór Sverrisson, Egill Einarsson, Björn Bragi og Steindi Jnr. munu gegna þeim hlutverkum og hefur þeim verið úthlutaður einn dagur í viku. Auðunn veit ekki alveg hvort það sé hægt að flokka hann sem FM-hnakka, segist sjálfur flakka mikið á milli stöðva og sé alæta á tónlist. „En ég þekki auðvitað strákana þarna.“ Auðunn reiknar fastlega með því að vera með opna línu þannig að hlustendur geta hringt inn og spjallað við hann. Aðspurður hvort honum finnist þetta ekki skref niður á við, frá því að hafa verið nánast daglegur gestur á skjá landsmanna í tíu ár, að fara í útvarp segir hann það síður en svo. „Hefðirðu spurt mig fyrir fimm árum þá hefði mér örugglega þótt þetta skrýtið en ég er ekkert að segja skilið við sjónvarpið,“ segir Auðunn sem undirbýr nú af krafti framhaldsþáttaröð af Atvinnumönnunum okkar og sjónvarpsþáttinn Asíska drauminn en tökur á þeim báðum hefjast eftir áramót. - fgg
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira