Lífið

Bretar kaupa meiri vínyl

Yorke og félagar í Radiohead hafa selt King of Limbs í tuttugu þúsund eintökum.
Yorke og félagar í Radiohead hafa selt King of Limbs í tuttugu þúsund eintökum.
Sala á vínyl hefur aukist um 40 prósent á þessu ári í Bretlandi. Meira en 240 þúsund plötur hafa selst það sem af er árinu, miðað við 234 þúsund allt síðasta ár. Samkvæmt BBC hefur nýjasta afurð Radiohead, King of Limbs, selst mest, eða í um tuttugu þúsund eintökum. Í öðru sæti er plata Adele, 21.

Af þeim tæpu 120 milljónum geisladiska, vínylplatna og stafrænna útgáfa, hafa geisladiskar selst langmest á meðan stafrænar útgáfur hafa selst í 21 milljón eintaka. Allt stefnir í að þetta ár verði það besta fyrir vínylinn síðan 2005 þegar 351 þúsund eintak seldist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.