Vináttan hófst í Dressmann 20. október 2011 13:00 Guðjón Þorsteinn Pálmarsson til vinstri, ásamt tónlistarmanninum John Grant við Seljalandsfoss. „Það var mjög ánægjulegt að kynnast honum. Þetta er helvíti fínn gaur,“ segir leikarinn Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Hann var leiðsögumaður bandaríska tónlistarmannsins Johns Grant þegar hann var staddur hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni á laugardaginn. Guðjón Þorsteinn og vinur hans hittu Grant fyrir tilviljun í versluninni Dressmann á Laugaveginum og tókust þá með þeim kynni. „Ég kynntist tónlistinni hans fyrir einhverju síðan og hún náði mér strax. Ég tók bara í spaðann á honum og við tókum tal saman. Við settumst þrír niður í kaffibolla og blöðruðum í einhverja tvo tíma um heima og geima,“ segir Guðjón, sem leikur um þessar mundir í sjónvarpsþáttunum Heimsendi. „Hann hefur átt svo magnaða ævi og ekki fengið neinn afslátt af lífinu. Það var ofboðslega gaman að tala við hann. Hann leyfir sér að hrífast af því sem er í kringum hann. Það er ákveðinn eiginleiki sem við mörg hver þorum ekki að hafa, viljum bara vera kúl.“ Grant gaf á síðasta ári út sína fyrstu sólóplötu, Queen of Denmark, sem margir gagnrýnendur töldu eina þá bestu á árinu. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Grant hafa beðið í tuttugu ár eftir því að koma til Íslands og ætlaði hann að dvelja hér í fimm daga. Miðað við fögur orð hans í garð Íslands á tónleikunum, alla vinina sem hann eignaðist hér og þann fjölda mynda sem hann hefur birt á Facebook-síðu-sinni frá ferðalaginu er greinilegt að Grant hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum. „Hann var algjörlega í skýjunum. Við keyrðum alla leið í Vík. Það var ekkert sérstakt veðrið og við sáum ekki nema helminginn af landinu sem við keyrðum fram hjá en það breytti ekki neinu. Hann var alveg frá sér numinn,“ segir Guðjón. „Svo hefur hann mikinn áhuga á tungumálinu og var alltaf að spyrja um einhverja frasa og út í málfræði. Orð eins og Eyjafjallajökull, hann var ekki lengi að ná því.“ Guðjón og Grant gengu um svörtu ströndina í Vík, skoðuðu Seljalandsfoss og fóru í byggðasafnið í Skógum. Í Reykjavík kíktu þeir í Kolaportið og skoðuðu þar mannlífið. Eftir tónleikana í Hörpunni fóru þeir síðan ásamt tveimur öðrum upp á Hellisheiði að einni af borholunum sem þar eru. „Þarna sáum við kraftinn í sinni mögnuðustu mynd gjósa upp úr jörðinni.“ Grant fór einnig á Biophilia-tónleika Bjarkar í Hörpunni og á tónleika Sinéad O"Connor í Fríkirkjunni. Að sögn Guðjóns hefur Grant mikinn áhuga á að koma aftur til Íslands og hver veit nema þeir félagar endurnýi þá kynni sín. freyr@frettabladid.is Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
„Það var mjög ánægjulegt að kynnast honum. Þetta er helvíti fínn gaur,“ segir leikarinn Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Hann var leiðsögumaður bandaríska tónlistarmannsins Johns Grant þegar hann var staddur hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni á laugardaginn. Guðjón Þorsteinn og vinur hans hittu Grant fyrir tilviljun í versluninni Dressmann á Laugaveginum og tókust þá með þeim kynni. „Ég kynntist tónlistinni hans fyrir einhverju síðan og hún náði mér strax. Ég tók bara í spaðann á honum og við tókum tal saman. Við settumst þrír niður í kaffibolla og blöðruðum í einhverja tvo tíma um heima og geima,“ segir Guðjón, sem leikur um þessar mundir í sjónvarpsþáttunum Heimsendi. „Hann hefur átt svo magnaða ævi og ekki fengið neinn afslátt af lífinu. Það var ofboðslega gaman að tala við hann. Hann leyfir sér að hrífast af því sem er í kringum hann. Það er ákveðinn eiginleiki sem við mörg hver þorum ekki að hafa, viljum bara vera kúl.“ Grant gaf á síðasta ári út sína fyrstu sólóplötu, Queen of Denmark, sem margir gagnrýnendur töldu eina þá bestu á árinu. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Grant hafa beðið í tuttugu ár eftir því að koma til Íslands og ætlaði hann að dvelja hér í fimm daga. Miðað við fögur orð hans í garð Íslands á tónleikunum, alla vinina sem hann eignaðist hér og þann fjölda mynda sem hann hefur birt á Facebook-síðu-sinni frá ferðalaginu er greinilegt að Grant hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum. „Hann var algjörlega í skýjunum. Við keyrðum alla leið í Vík. Það var ekkert sérstakt veðrið og við sáum ekki nema helminginn af landinu sem við keyrðum fram hjá en það breytti ekki neinu. Hann var alveg frá sér numinn,“ segir Guðjón. „Svo hefur hann mikinn áhuga á tungumálinu og var alltaf að spyrja um einhverja frasa og út í málfræði. Orð eins og Eyjafjallajökull, hann var ekki lengi að ná því.“ Guðjón og Grant gengu um svörtu ströndina í Vík, skoðuðu Seljalandsfoss og fóru í byggðasafnið í Skógum. Í Reykjavík kíktu þeir í Kolaportið og skoðuðu þar mannlífið. Eftir tónleikana í Hörpunni fóru þeir síðan ásamt tveimur öðrum upp á Hellisheiði að einni af borholunum sem þar eru. „Þarna sáum við kraftinn í sinni mögnuðustu mynd gjósa upp úr jörðinni.“ Grant fór einnig á Biophilia-tónleika Bjarkar í Hörpunni og á tónleika Sinéad O"Connor í Fríkirkjunni. Að sögn Guðjóns hefur Grant mikinn áhuga á að koma aftur til Íslands og hver veit nema þeir félagar endurnýi þá kynni sín. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira