Kynlíf, dóp og rokk og ról 26. september 2011 13:45 Shaun Ryder hefur gefið út ævisögu sína Twisting My Melon. Endurminningar þekktra tónlistarmanna hafa verið vinsælar í gegnum tíðina. Fréttablaðið tók saman lista yfir nokkrar erlendar sjálfsævisögur sem eru nýkomnar út eða eru væntanlegar á næsta ári. Shaun Ryder, forsprakki bresku sveitarinnar Happy Mondays, gaf nýverið út ævisögu sína sem nefnist Twisting My Melon. Bókin fjallar um heróínfíkn hans sem hófst þegar hann var átján ára, stofnun Happy Mondays árið 1980 og leið hljómsveitarinnar upp á stjörnuhimininn. Hið fyndna er að Ryder segist ekki hafa hugmynd um hvað gerðist í lífi sínu á árunum 1990 til 2006 vegna dópneyslu. Með hjálp góðra vina og tímaritsins NME tókst honum þó að rifja upp það helsta. Rokkarinn Billy Corgan úr The Smashing Pumpkins gefur út ævisögu sína God Is Everywhere, From Here To There, á næsta ári. Þar skrifar Corgan um einkalíf sitt, ástarsambönd og tíma sinn í rokkinu og verður bókin á andlegu nótunum. Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, hefur lokið við ævisögu sína og kemur hún út í desember á næsta ári. Bókin er algjör doðrantur, eða 660 blaðsíður, og verður því úr nógu að moða fyrir aðdáendur kappans. Bókaútgefandinn Penguin Classic mun hugsanlega gefa bókina út. Talsmaður fyrirtækisins telur að ævisagan eigi eftir að verða sígild. Ný ævisaga Neils Young sem kemur út haustið 2012. Þar rennir þessi rokkgoðsögn yfir áratugalangan feril sinn. Young, sem hefur samið lög á borð við Heart of Gold og Rockin" In The Free World, segist ekki hafa getað hætt að skrifa eftir að hann var byrjaður, svo miklu hafði hann frá að segja. Pete Townshend, gítarleikari The Who, gefur út sína ævisögu á næsta ári. Þessi 66 ára rokkari hefur verið með bókina í smíðum síðustu fimmtán ár. Hann fékk aðvörun frá lögreglunni árið 2003 fyrir að hafa farið inn á barnaklámsíðu. Þá sagðist hann vera í rannsóknarvinnu fyrir bókina. Ástæðan er sú að hann segist hafa verið misnotaður kynferðislega af ömmu sinni þegar hann var fimm eða sex ára. Rapparinn Nas gefur út ævisögu sína It Ain"t Hard To Tell á næsta ári. Eins og með bók Townshend hefur hún verið fimmtán ár í smíðum. Í bókinni fjallar Nas um rifrildi sitt við Jay-Z, hjónabandið með söngkonunni Kelis og samband sitt við barnsmóður sína Carmen Bryan. Hún gaf einmitt út sína ævisögu fyrir fimm árum.morrissey Ævisaga hans verður að öllum líkindum sígild.neil young Rokkarinn hefur verið lengi í bransanum.pete townsend Gítarleikari The Who hefur verið fimmtán ár að rita ævisögu sína.nas Rapparinn skrifar um rifrildi sitt við Jay-Z. Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Endurminningar þekktra tónlistarmanna hafa verið vinsælar í gegnum tíðina. Fréttablaðið tók saman lista yfir nokkrar erlendar sjálfsævisögur sem eru nýkomnar út eða eru væntanlegar á næsta ári. Shaun Ryder, forsprakki bresku sveitarinnar Happy Mondays, gaf nýverið út ævisögu sína sem nefnist Twisting My Melon. Bókin fjallar um heróínfíkn hans sem hófst þegar hann var átján ára, stofnun Happy Mondays árið 1980 og leið hljómsveitarinnar upp á stjörnuhimininn. Hið fyndna er að Ryder segist ekki hafa hugmynd um hvað gerðist í lífi sínu á árunum 1990 til 2006 vegna dópneyslu. Með hjálp góðra vina og tímaritsins NME tókst honum þó að rifja upp það helsta. Rokkarinn Billy Corgan úr The Smashing Pumpkins gefur út ævisögu sína God Is Everywhere, From Here To There, á næsta ári. Þar skrifar Corgan um einkalíf sitt, ástarsambönd og tíma sinn í rokkinu og verður bókin á andlegu nótunum. Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, hefur lokið við ævisögu sína og kemur hún út í desember á næsta ári. Bókin er algjör doðrantur, eða 660 blaðsíður, og verður því úr nógu að moða fyrir aðdáendur kappans. Bókaútgefandinn Penguin Classic mun hugsanlega gefa bókina út. Talsmaður fyrirtækisins telur að ævisagan eigi eftir að verða sígild. Ný ævisaga Neils Young sem kemur út haustið 2012. Þar rennir þessi rokkgoðsögn yfir áratugalangan feril sinn. Young, sem hefur samið lög á borð við Heart of Gold og Rockin" In The Free World, segist ekki hafa getað hætt að skrifa eftir að hann var byrjaður, svo miklu hafði hann frá að segja. Pete Townshend, gítarleikari The Who, gefur út sína ævisögu á næsta ári. Þessi 66 ára rokkari hefur verið með bókina í smíðum síðustu fimmtán ár. Hann fékk aðvörun frá lögreglunni árið 2003 fyrir að hafa farið inn á barnaklámsíðu. Þá sagðist hann vera í rannsóknarvinnu fyrir bókina. Ástæðan er sú að hann segist hafa verið misnotaður kynferðislega af ömmu sinni þegar hann var fimm eða sex ára. Rapparinn Nas gefur út ævisögu sína It Ain"t Hard To Tell á næsta ári. Eins og með bók Townshend hefur hún verið fimmtán ár í smíðum. Í bókinni fjallar Nas um rifrildi sitt við Jay-Z, hjónabandið með söngkonunni Kelis og samband sitt við barnsmóður sína Carmen Bryan. Hún gaf einmitt út sína ævisögu fyrir fimm árum.morrissey Ævisaga hans verður að öllum líkindum sígild.neil young Rokkarinn hefur verið lengi í bransanum.pete townsend Gítarleikari The Who hefur verið fimmtán ár að rita ævisögu sína.nas Rapparinn skrifar um rifrildi sitt við Jay-Z.
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira