Verður í beinni útsendingu í 750 kvikmyndahúsum 24. september 2011 11:00 Öllu er tjaldað til í afmælisuppfærslu Óperudraugsins eftir Andrew Lloyd Webber, en hann á 25 ára afmæli. Garðar Thor Cortes er meðal þeirra sem syngja í sýningunni. NordicPhotos/Getty „Það er mjög gaman að fá að taka þátt í þessu ævintýri,“ segir tenórinn Garðar Thor Cortes. Hann er staddur í London um þessar mundir að æfa fyrir sérstaka afmælisuppfærslu Óperudraugsins eftir Andrew Lloyd Webber, en 25 ár eru liðin frá því að söngleikurinn var frumsýndur fyrst á fjölum West End. Óperudraugurinn hefur notið næstum fáránlegra vinsælda, hann hefur velt 3,2 milljörðum punda í miðasölu á heimsvísu, sem þýðir að hann slær við kvikmyndum á borð við Titanic og E.T. Þá hefur hann verið settur upp í 145 borgum í 27 löndum og sýndur fyrir meira en 130 milljónir leikhúsgesta. Einvalalið kemur að sýningunni, sem verður í sjálfri Royal Albert Hall helgina 1. og 2. október. „Við syngjum eina sýningu á laugardeginum og síðan tvær á sunnudeginum,“ segir Garðar, en áhuginn á afmælinu er slíkur að beinar útsendingar verða í 250 kvikmyndahúsum í Bretlandi og 500 í Bandaríkjunum. Þá hafa tekist samningar um að sýna einnig í Ástralíu og Kanada. Hinni frægu tónleikahöll verður breytt í leikhús og margir af fremstu söngvurum Broadway og West End syngja titilhlutverkin. „Þetta eru kannski söngvarar sem fólk heima á Íslandi þekkir ekki en eru miklar söngleikjastjörnur hérna úti og alveg æðislega flottir,“ segir Garðar. Tenórinn er ekki að taka þátt í söngleiknum í fyrsta sinni því hann lék elskhugann Raoul árið 1999 á West End eins og mörgum er eflaust enn í fersku minni. Og fékk afbragðsgóða dóma fyrir. „Ég söng hann þegar ég var 25 ára en núna leik ég Passirino, sem er ögn minna hlutverk og er aðallega í öðrum söngþætti,“ útskýrir Garðar. Fyrir nokkrum árum varð varla þverfótað fyrir fréttum af Garðari að sigra hin ýmsu lönd með röddina og sjarmann að vopni. Garðar segist ekki vera hættur að syngja í útlöndum, það sé stór hluti af lífinu í hinum sígilda tónlistarheimi. „Það er alltaf eitthvað í gangi og maður er eiginlega alltaf á stöðugu ferðalagi með ferðatöskuna opna. Ég reyni að vera sem mest heima þótt það gangi ekki alltaf eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
„Það er mjög gaman að fá að taka þátt í þessu ævintýri,“ segir tenórinn Garðar Thor Cortes. Hann er staddur í London um þessar mundir að æfa fyrir sérstaka afmælisuppfærslu Óperudraugsins eftir Andrew Lloyd Webber, en 25 ár eru liðin frá því að söngleikurinn var frumsýndur fyrst á fjölum West End. Óperudraugurinn hefur notið næstum fáránlegra vinsælda, hann hefur velt 3,2 milljörðum punda í miðasölu á heimsvísu, sem þýðir að hann slær við kvikmyndum á borð við Titanic og E.T. Þá hefur hann verið settur upp í 145 borgum í 27 löndum og sýndur fyrir meira en 130 milljónir leikhúsgesta. Einvalalið kemur að sýningunni, sem verður í sjálfri Royal Albert Hall helgina 1. og 2. október. „Við syngjum eina sýningu á laugardeginum og síðan tvær á sunnudeginum,“ segir Garðar, en áhuginn á afmælinu er slíkur að beinar útsendingar verða í 250 kvikmyndahúsum í Bretlandi og 500 í Bandaríkjunum. Þá hafa tekist samningar um að sýna einnig í Ástralíu og Kanada. Hinni frægu tónleikahöll verður breytt í leikhús og margir af fremstu söngvurum Broadway og West End syngja titilhlutverkin. „Þetta eru kannski söngvarar sem fólk heima á Íslandi þekkir ekki en eru miklar söngleikjastjörnur hérna úti og alveg æðislega flottir,“ segir Garðar. Tenórinn er ekki að taka þátt í söngleiknum í fyrsta sinni því hann lék elskhugann Raoul árið 1999 á West End eins og mörgum er eflaust enn í fersku minni. Og fékk afbragðsgóða dóma fyrir. „Ég söng hann þegar ég var 25 ára en núna leik ég Passirino, sem er ögn minna hlutverk og er aðallega í öðrum söngþætti,“ útskýrir Garðar. Fyrir nokkrum árum varð varla þverfótað fyrir fréttum af Garðari að sigra hin ýmsu lönd með röddina og sjarmann að vopni. Garðar segist ekki vera hættur að syngja í útlöndum, það sé stór hluti af lífinu í hinum sígilda tónlistarheimi. „Það er alltaf eitthvað í gangi og maður er eiginlega alltaf á stöðugu ferðalagi með ferðatöskuna opna. Ég reyni að vera sem mest heima þótt það gangi ekki alltaf eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira