Ísdrottningin framleiðir eggjandi undirföt og olíur 22. september 2011 07:00 Ásdís Rán prýðir forsíðuna á ítalska tímaritinu World&Pleasure. "Þetta er klárlega jólagjöfin í ár," segir Ásdís Rán fyrirsæta um undirfatalínu sem kemur á markað í lok nóvember. Ásdís, sem hefur verið að hanna og selja kjóla fyrir verslanir Hagkaupa undir merkinu Ice Queen, er nú að stækka við línuna og bæta við vörum. "Þetta eru súperheit undirföt sem ég hef verið að hanna undanfarna mánuði og læt búa til fyrir mig í Búlgaríu," segir Ásdís og Sigríður Gröndal, innkaupastjóri hjá Hagkaupum, tekur í sama streng. "Þetta eru mjög skemmtileg og flott undirföt hjá henni," segir hún, en mikil ánægja er með fatalínur Ásdísar hjá verslanakeðjunni. "Við höfum verið með kjóla frá henni sem seldust upp og viðskiptavinir voru ánægðir, þá helst ungar konur." Ásdís hefur í nógu að snúast þessa dagana því ásamt því að koma undirfatalínunni heim og saman er hún að bæta ilmandi baðsápum og olíum við Ice Queen-línuna sína. "Þetta eru ótrúlega flottar vörur sem eru væntanlegar í búðir á Íslandi á næstu vikum. Ég stefni ótrauð áfram með Ice Queen-merkið og ætla mér að bæta inn fleiri vörum í línuna á næsta ári." Það eru ekki einungis Íslendingar sem eiga kost á að kaupa föt úr Ice Queen-fatalínunni því fatnaðurinn fer í sölu í Búlgaríu á næstu vikum. Verða fötin seld í sér deildum í verslunum. Ásdís segir að mikill áhugi sé meðal verslunarfólks í Búlgaríu að taka vörurnar í sölu hjá sér. "Ég kalla deildirnar íshellinn, því þannig er útlitið utan um fatnaðinn í búðum," segir Ásdís, en tvær búðir í Sofiu með Ice Queen-vörur verða opnaðar á næstu mánuðum. "Það er aldrei að vita nema ég opni Ice Queen-búð á Íslandi innan skamms," segir Ásdís, en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún á leiðinni aftur til Sofiu eftir fjölskyldufrí við Svartahafið. "Það er stutt að keyra á milli og við slöppuðum af í 27 stiga hita, sem var yndislegt." Þrátt fyrir mikinn uppgang í Ice Queen-vörumerkinu er Ásdís ekki hætt að sitja fyrir, en hún birtist nýlega á forsíðu ítalska tímaritsins World&Pleasure. "Það er viðtal inni í blaðinu við mig en þeir hafa viljað fá mig á forsíðuna í smá tíma og voru hrifnir af þessari mynd. Síðan verð ég á forsíðunni á kanadísku tímariti sem heitir Summum magazine og kemur út í næsta mánuði." alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
"Þetta er klárlega jólagjöfin í ár," segir Ásdís Rán fyrirsæta um undirfatalínu sem kemur á markað í lok nóvember. Ásdís, sem hefur verið að hanna og selja kjóla fyrir verslanir Hagkaupa undir merkinu Ice Queen, er nú að stækka við línuna og bæta við vörum. "Þetta eru súperheit undirföt sem ég hef verið að hanna undanfarna mánuði og læt búa til fyrir mig í Búlgaríu," segir Ásdís og Sigríður Gröndal, innkaupastjóri hjá Hagkaupum, tekur í sama streng. "Þetta eru mjög skemmtileg og flott undirföt hjá henni," segir hún, en mikil ánægja er með fatalínur Ásdísar hjá verslanakeðjunni. "Við höfum verið með kjóla frá henni sem seldust upp og viðskiptavinir voru ánægðir, þá helst ungar konur." Ásdís hefur í nógu að snúast þessa dagana því ásamt því að koma undirfatalínunni heim og saman er hún að bæta ilmandi baðsápum og olíum við Ice Queen-línuna sína. "Þetta eru ótrúlega flottar vörur sem eru væntanlegar í búðir á Íslandi á næstu vikum. Ég stefni ótrauð áfram með Ice Queen-merkið og ætla mér að bæta inn fleiri vörum í línuna á næsta ári." Það eru ekki einungis Íslendingar sem eiga kost á að kaupa föt úr Ice Queen-fatalínunni því fatnaðurinn fer í sölu í Búlgaríu á næstu vikum. Verða fötin seld í sér deildum í verslunum. Ásdís segir að mikill áhugi sé meðal verslunarfólks í Búlgaríu að taka vörurnar í sölu hjá sér. "Ég kalla deildirnar íshellinn, því þannig er útlitið utan um fatnaðinn í búðum," segir Ásdís, en tvær búðir í Sofiu með Ice Queen-vörur verða opnaðar á næstu mánuðum. "Það er aldrei að vita nema ég opni Ice Queen-búð á Íslandi innan skamms," segir Ásdís, en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún á leiðinni aftur til Sofiu eftir fjölskyldufrí við Svartahafið. "Það er stutt að keyra á milli og við slöppuðum af í 27 stiga hita, sem var yndislegt." Þrátt fyrir mikinn uppgang í Ice Queen-vörumerkinu er Ásdís ekki hætt að sitja fyrir, en hún birtist nýlega á forsíðu ítalska tímaritsins World&Pleasure. "Það er viðtal inni í blaðinu við mig en þeir hafa viljað fá mig á forsíðuna í smá tíma og voru hrifnir af þessari mynd. Síðan verð ég á forsíðunni á kanadísku tímariti sem heitir Summum magazine og kemur út í næsta mánuði." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira