Enski boltinn

Wilshere er fyrsta val Capello

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Jack Wilshere er einn af efnilegustu leikmönnum Englands.
Jack Wilshere er einn af efnilegustu leikmönnum Englands. Nordic Photos/Getty Images
Fabio Capello segir að enski miðvallaleikmaurinn Jack Wilshere sé hans fyrsta val á miðjuna hjá enska landsliðinu. Þessi 19 ára leikmaður hefur leikið frábærlega á miðjunni hjá Arsenal í vetur og hefur greinilega náð athygli Capello.

„Já, Wilshere er mitt fyrsta val vegna þess að hann er góður, leikur án ótta og hefur sjálfstraust. Hann var frábær gegn Barcelona og þá sá ég að hann er tilbúinn. Ég tel að hann sé ekki einungis á toppnum í Englandi heldur einnig í Evrópu og heiminum,“ sagði Capello.

Wilshere er þannig framar í goggunarröðinni en leikmenn líkt og Steven Gerrard, Frank Lampard, Gareth Barry, Asley Young og fleiri sterkir leikmenn í Englandi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×