Lífið

Endurkoma í fjölmiðlaheiminn

Carine Roitfeld heldur innreið sína í fjölmiðlaheiminn með stæl en hún gerir 72 blaðsíðna myndaþátt fyrir V Magazine.
Carine Roitfeld heldur innreið sína í fjölmiðlaheiminn með stæl en hún gerir 72 blaðsíðna myndaþátt fyrir V Magazine. nordicphoto/getty
Fyrrum ritstjóri franska Vogue, Carine Roitfeld, er á leiðinni aftur í blöðin en hún hefur verið í pásu frá fjölmiðlaheiminum síðan henni var sagt upp hjá franska Vogue. Roitfeld hefur tekið að sér að stílisera myndaþátt með stjörnuljósmyndaranum Mario Testino í V Magazine.

Tískuheimurinn hefur fylgst vel með Roitfeld síðan hún missti vinnuna en hún hefur til dæmis verið orðuð við Tom Ford og kvenfatalínu hans. Hún hefur verið að stílisera búðargluggana í Barneys og nýjustu auglýsingaherferð Chanel-tískuhússins.

Myndaþátturinn verður 72 blaðsíður að lengd og kemur í septemberútgáfu blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.