Lífið

Óskarsverðlaunahafi á Café Rosenberg

Glen Hansard fékk Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið í kvikmynd árið 2008, en hann heldur tónleika á Café Rosenberg á þriðjudaginn.
Glen Hansard fékk Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið í kvikmynd árið 2008, en hann heldur tónleika á Café Rosenberg á þriðjudaginn.
Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard heldur tónleika á Café Rosenberg, þriðjudagskvöldið 26. júlí, en hann kemur einnig fram á Bræðslunni í kvöld. Glen er forsprakki hjómsveitarinnar The Swell Season sem hélt tónleika hér á landi í fyrra. Hljómsveitin hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008 fyrir lagið „Falling Slowly“ úr kvikmyndinni „Once“, en lagið hlaut verðlaun fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd. Glen Hansard hefur undanfarið verið að hita upp fyrir forsprakka Pearl Jam, Eddie Vedder, en sá síðarnefndi gaf nýlega út sólóplötuna „Ukulele Songs“. Miðasala fyrir tónleikana á Café Rosenberg hófst á fimmtudag, en aðeins 120 aðgöngumiðar voru í boði í forsölu og seldist upp á skömmum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.