Lífið

Sonur Nicolas Cage handtekinn aftur

Weston Cage, sonur Nicolas Cages, hefur verið handtekinn í annað sinn á innan við mánuði.
Weston Cage, sonur Nicolas Cages, hefur verið handtekinn í annað sinn á innan við mánuði. nordicphotos/getty
Weston Cage, sonur leikarans Nicolas Cage, var handtekinn í vikunni vegna heimilisofbeldis. Þetta er í annað skiptið á innan við mánuði sem Cage er handtekinn fyrir þessar sakir.

Cage var handtekinn snemma morguns og fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en hann var með nokkra skurði á handleggjum sem lögreglan telur að hann hafi sjálfur veitt sér. Eiginkona Cage, Nikki Williams, dvelur hjá móður sinni um þessar mundir og er að sögn lögreglu heil heilsu og í öruggum höndum. Hún var handtekin ásamt eiginmanni sínum fyrr í mánuðinum fyrir að ráðast á hann með bjórflösku, Williams segist þó hafa gert það í sjálfsvörn. Nicolas Cage hefur ekkert tjáð sig um málið og hefur neitað að borga tryggingargjaldið til að leysa son sinn úr fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.