Lífið

Upplifir sig sem Sherlock Holmes

Joss Stone slapp með skrekkinn þegar ræningjar hennar villtust af leið og voru handteknir. nordicphotos/getty
Joss Stone slapp með skrekkinn þegar ræningjar hennar villtust af leið og voru handteknir. nordicphotos/getty
Söngkonan Joss Stone slapp með skrekkinn fyrir rúmum mánuði síðan þegar lögreglan handtók tvo menn í grennd við heimili hennar í Devon grunaða um að hafa ætlað að ræna henni. Stone tjáði sig nýverið um atburðinn og sagðist hafa upplifað sig sem Sherlock Holmes síðan þá.

„Mér finnst eins og ég sé Sherlock Holmes, ég er alltaf að reyna að komast til botns í þessu. Ég hugsa til baka og velti því fyrir mér hvort þetta gæti hafa verið náunginn sem ég sagði einhvern tímann að þegja. En ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Fólk er klikkað og kannski þurftu þeir bara á faðmlagi að halda.“

Það varð söngkonunni til happs að mannræningjarnir villtust á leið sinni og athugull nágranni gerði lögreglu viðvart um grunsamlegar mannaferðir.

Stone segist furða sig á heimsku ræningjanna. „Hvernig gátu þeir týnst? Þeir voru að gera nokkuð mjög merkilegt og þeir týnast á leiðinni. Það er bara aumingjalegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.