Lífið

Heimsendir er í nánd

Ragnar Bragason leikstjóri fylgdist einbeittur með tökum.
Ragnar Bragason leikstjóri fylgdist einbeittur með tökum. Mynd/HAG
Mikið er um litskrúðuga persónuleika í þáttunum.
Þessa dagana fara fram í Arnarholti á Kjalarnesi tökur á nýjustu afurð leikstjórans Ragnars Bragasonar, sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem verður sýnd á Stöð 2 í haust. Eftir vinsældir Vaktaþátta hans má búast við mikilli eftirvæntingu meðal áhorfenda.

Pétur Jóhann Sigfússon og Jörundur Ragnarsson fara með aðalhlutverkin og meðal annarra leikara eru Nína Dögg Filippusdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Halldór Gylfason og Halldóra Geirharðsdóttir.

Heimsendir fjallar um lífið á afskekktri geðdeild árið 1992. Þar eru persónuleikarnir litskrúðugir og stundum má ekki á milli sjá hvort vistmenn eða starfsmenn séu sérkennilegri.

Að ýmsu er að hyggja áður en taka getur farið fram og hér er Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður eitthvað að bralla í bakgrunninum.
Heimsendir fjallar um lífið á afskekktri geðdeild árið 1992. Þar eru persónuleikarnir litskrúðugir og stundum má ekki á milli sjá hvort vistmenn eða starfsmenn séu sérkennilegri.

Pétur Jóhann er með vel blásið hárið í þessari seríu.
Það er mikið að skrafa um í pásunum en þættirnir eru teknir upp í Arnarholti á Kjalarnesi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.