Lífið

Kate þykir of grönn

Mikið er um það skrafað að Kate Middleton sé orðin of grönn og vilja sumir meina að hún þjáist af lystarstoli.
Mikið er um það skrafað að Kate Middleton sé orðin of grönn og vilja sumir meina að hún þjáist af lystarstoli. Nordicphotos/Getty
Kate Middleton þykir orðin afskaplega grannvaxin og velta slúðurblöðin því nú fyrir sér hvort stúlkan þjáist af átröskun. Prinsessan heimsótti Bandaríkin nýverið ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi prins, og var parið myndað hvert sem það fór.

„Hún vildi grennast aðeins í byrjun sumars og hefur aðeins borðað þunnar súpur og bláber síðan í júní. Hún sem eitt sinn var svo heilbrigð á að líta virðist núna vera vannærð,“ hafði tímaritið Star eftir innanbúðarmanni.

Annars er það helst að frétta af hjónakornunum að fólk er nú farið að bíða eftir erfingja að krúnunni. Filippus prins, afi Vilhjálms, á að hafa látið þau orð falla að besta gjöfin í tilefni níræðisafmæli hans væri ef hann eignaðist barnabarnabarn áður en árið er úti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.