Lífið

Barnalán hjá söngkonu

Sönkonan Védís Hervör Árnadóttir á von á sínu öðru barni í lok árs. Fyrir á Védís tveggja ára son með unnusta sínum Þórhalli Bergmann. Það verður því í nógu að snúast hjá parinu á næstunni.

Védís hefur verið iðinn við kolann undanfarin ár en ásamt því að gefa út plötuna, A Beautiful Life – Recovery Project, upp á eigin spýtur og læra mannfræði við Háskóla Íslands hefur hún verið að fást við tónlistastjórn í leikhúsunum. Síðast sá hún um tónlistina í sýningunni Hver þolir dagsljósið? -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.