Litla systir Klöru upplifir ævintýri með The Charlies 18. júlí 2011 10:00 Elín Lovísa er í heimsókn hjá stúlkunum í The Charlies, en hún er litla systir Klöru. Elín gaf út lagið „Það birtir alltaf til“ með Kristmundi Axel í fyrra, en von er á öðru lagi frá Elínu í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það er smá klikkun að vera hérna,“ segir Elín Lovísa Elíasdóttir, yngri systir Klöru í The Charlies. Elín Lovísa er stödd í Los Angeles í heimsókn hjá Klöru, Ölmu og Steinunni, en Charlies-stúlkur vinna að tónlistarferli sínum þar ytra. „Ég er búin að fá að upplifa þetta ævintýri með þeim síðustu þrjár vikurnar,“ segir Elín. Hún segir að stúlkurnar starfi með fólki sem þekki alla í bransanum og að þær hafi farið í ófá partí með fræga fólkinu. „Okkur var til dæmis boðið til sonar Jimmy Iovine hinn 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Þetta var sundlaugarpartí með öllu tilheyrandi,“ segir Elín, en Jimmy Iovine er eigandi Interscope Records og vinnur fyrirtækið með listamönnum á borð við The Black Eyed Peas, Eminem, Lady Gaga og U2. „Á fimmtudagskvöld fórum við svo á ESPY-íþróttaverðlaunahátíðina, en söngvarinn Cee Lo Green var að syngja í eftirpartíinu og bauð stelpunum að koma,“ segir Elín, sem fékk að fara með. „Ég var ekki búin að fatta hvað þetta væri í raun stórt fyrr en við keyrðum að þessu og sáum að allar göturnar í kring voru lokaðar fyrir almenna umferð,“ segir Elín. ESPY-verðlaunahátíðin er haldin á vegum bandarísku íþróttarásarinnar ESPN. Hátíðin verðlaunar þá íþróttamenn eða lið sem skarað hafa fram úr á árinu. „Þarna voru allar helstu íþróttastjörnur Bandaríkjanna, úr NFL-deildinni, NBA-deildinni og fleira. Það hefur aldrei verið jafn leiðinlegt að þekkja ekki betur til í bandarískum íþróttum. Ég þekkti aðeins tvo NBA-leikmenn þarna,“ segir Elín. Hún hefur sjálf verið að feta sig áfram í tónlistinni hérlendis. Hún söng lagið „Það birtir alltaf til“ með Kristmundi Axel og naut það gríðarlegra vinsælda fyrr í vetur og er nú von á öðru lagi frá henni. „Alma er að semja fyrir mig lag í samvinnu með Reddlights og kemur það vonandi út í næsta mánuði,“ segir Elín sem heldur heim á leið í þessari viku. kristjana@frettabladid.is Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Það er smá klikkun að vera hérna,“ segir Elín Lovísa Elíasdóttir, yngri systir Klöru í The Charlies. Elín Lovísa er stödd í Los Angeles í heimsókn hjá Klöru, Ölmu og Steinunni, en Charlies-stúlkur vinna að tónlistarferli sínum þar ytra. „Ég er búin að fá að upplifa þetta ævintýri með þeim síðustu þrjár vikurnar,“ segir Elín. Hún segir að stúlkurnar starfi með fólki sem þekki alla í bransanum og að þær hafi farið í ófá partí með fræga fólkinu. „Okkur var til dæmis boðið til sonar Jimmy Iovine hinn 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Þetta var sundlaugarpartí með öllu tilheyrandi,“ segir Elín, en Jimmy Iovine er eigandi Interscope Records og vinnur fyrirtækið með listamönnum á borð við The Black Eyed Peas, Eminem, Lady Gaga og U2. „Á fimmtudagskvöld fórum við svo á ESPY-íþróttaverðlaunahátíðina, en söngvarinn Cee Lo Green var að syngja í eftirpartíinu og bauð stelpunum að koma,“ segir Elín, sem fékk að fara með. „Ég var ekki búin að fatta hvað þetta væri í raun stórt fyrr en við keyrðum að þessu og sáum að allar göturnar í kring voru lokaðar fyrir almenna umferð,“ segir Elín. ESPY-verðlaunahátíðin er haldin á vegum bandarísku íþróttarásarinnar ESPN. Hátíðin verðlaunar þá íþróttamenn eða lið sem skarað hafa fram úr á árinu. „Þarna voru allar helstu íþróttastjörnur Bandaríkjanna, úr NFL-deildinni, NBA-deildinni og fleira. Það hefur aldrei verið jafn leiðinlegt að þekkja ekki betur til í bandarískum íþróttum. Ég þekkti aðeins tvo NBA-leikmenn þarna,“ segir Elín. Hún hefur sjálf verið að feta sig áfram í tónlistinni hérlendis. Hún söng lagið „Það birtir alltaf til“ með Kristmundi Axel og naut það gríðarlegra vinsælda fyrr í vetur og er nú von á öðru lagi frá henni. „Alma er að semja fyrir mig lag í samvinnu með Reddlights og kemur það vonandi út í næsta mánuði,“ segir Elín sem heldur heim á leið í þessari viku. kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira