Lífið

Semur við Senu

Steindi og Bent með Steinþór Helga, frá Senu, á milli á sín við undirritun útgáfusamningsins á dögunum.
Steindi og Bent með Steinþór Helga, frá Senu, á milli á sín við undirritun útgáfusamningsins á dögunum.
„Fyrsta breiðskífan á leiðinni, maður. Platan inniheldur öll lög sem hafa komið í þáttunum frá upphafi. Þetta eru 15 lög,“ segir grínistinn Steindi Jr. Steindi og Ágúst Bent, vopnabróðir hans, sömdu nýlega við Senu um útgáfu á breiðskífunni Án djóks – samt djók, sem er væntanleg í verslanir í næstu viku.

Ertu farinn að líta á þig sem poppstjörnu?

„Nett, sko. Ég er fyrst og fremst grínisti. Þegar ég spila opinberlega, sem ég reyni að gera mjög sjaldan, þá er ég að skemmta fólki. Fólk sest ekki niður við borð með kerti og hlustar á gullbarkann,“ segir Steindi.

Lögin fengu öll væna andlitslyftingu frá upptökustjórateyminu Redd Lights, en Steindi ítrekar að lögin séu þó eins og þau voru í þáttunum, en hljóma þó betur. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.