Lífið

Hélt hún mundi deyja

Victoria Secret fyrirsætan Miranda Kerr talar opinskátt um fæðingu sonar síns og leikarans Orlando Bloom.
Victoria Secret fyrirsætan Miranda Kerr talar opinskátt um fæðingu sonar síns og leikarans Orlando Bloom.
Fyrirsætan Miranda Kerr hélt að sársaukinn við fæðingu Flynns, sonar síns, mundi ganga frá henni. Kerr var hreinskilin í viðtali við bandaríska tímaritið InStyle þar sem hún talar opinskátt um fæðinguna, móðurhlutverkið og hjónaband sitt og leikarans Orlando Bloom.

„Ég hélt ég mundi deyja og á tímabili fannst mér eins og ég yfirgæfi líkama minn. Sársaukinn var svo mikill en ég hugsaði að fyrst aðrar konur geta gert þetta þá hlýt ég að geta það líka,“ segir Kerr en hún vakti athygli fyrir að vera eldsnögg að koma sér í form eftir barnsburðinn en aðeins nokkrum vikum seinna var hún mætt á tískupallana í París.

Bloom og Kerr giftu sig fjarri kastljósi fjölmiðlana fyrir ári og fæddist Flynn í janúar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.