Lífið

Sönghópur í franskri bílaauglýsingu

Þrjár raddir & Beatur leika í franskri bílaauglýsingu. Frá vinstri: Sandra, Bjartur, Inga og Kenya.
fréttablaðið/pjetur
Þrjár raddir & Beatur leika í franskri bílaauglýsingu. Frá vinstri: Sandra, Bjartur, Inga og Kenya. fréttablaðið/pjetur
Sönghópurinn Þrjár raddir & Beatur leikur og syngur í auglýsingu franska bílaframleiðandans Peugeot sem verður tekin upp hér á landi í þessari viku.

„Það var franskur leikstjóri sem sá okkur á Youtube og bara varð að fá okkur í auglýsinguna. Hann lét það ekki standa í vegi fyrir sér að við ættum ekki heima á Íslandi lengur og sendi okkur heim með næstu vél,“ segir Bjartur „Beatur“ Guðjónsson taktkjaftur, en hópurinn er búsettur í Ósló.

Auglýsingin verður sýnd á bílasýningu í Frankfurt í september þar sem þau troða einnig upp og sömuleiðis taka Bjartur og vinkonur hans, þær Inga Þyrí Þórðardóttir, Sandra Þórðardóttir og Kenya Emil, þátt í stórum blaðamannafundi Peugeot á bílaráðstefnu í París. „Þetta er rosalega fín auglýsing fyrir okkur líka,“ segir Bjartur hæstánægður með verkefnið.

Hljómsveitin fór í hljóðver í fyrradag til að taka upp lagið sem verður notað í auglýsingunni, en það kemur úr herbúðum Frakkanna. Á morgun leikur hún síðan í sjálfri auglýsingunni. Launin sem sönghópurinn fær fyrir vinnu sína eru góð: „Við erum að fá herramannslega borgað fyrir þetta.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.