
Ferillinn virðist hins vegar ekki stefna í nein öngstræti því Hurts hafa náð góðri fótfestu í Evrópu. Hljómsveitin er meðal annars gríðarlega vinsæl í Þýskalandi, hefur náð þar platínusölu. Þeir eru hundeltir af alls kyns grúppíum og verja stærstum hluta af tíma sínum þar. Lagið Wonderful Life var til að mynda mest spilaða lagið í Þýskalandi í fyrra.
Tengingin við Ísland hefur hins vegar verið mikil; þeir gerðu myndbandið við lagið Stay hér á landi og hafa lýst yfir mikilli ást á landinu. Þá lék fyrirsætan Anna Þóra Alfreðsdóttir aðalhlutverkin í tveimur myndböndum hljómsveitarinnar og hún hafði ekkert nema gott um Hutchcraft að segja í samtali við Fréttablaðið í nóvember í fyrra. „Hann er mjög indæll.“-fgg