Lífið

Cage og sonurinn saman í meðferð

Nicolas Cage hefur sjálfur átt í erfiðleikum með skapsmuni sína.
Nicolas Cage hefur sjálfur átt í erfiðleikum með skapsmuni sína.
Weston Cage, sonur leikarans Nicolas Cage, og eiginkona hans, Nikki Williams, hafa skráð sig saman í áfengismeðferð. Hjónakornunum, sem eiga von á sínu fyrsta barni, lenti illilega saman fyrir skömmu og fjölluðu bandarískir fjölmiðlar ítarlega um málið.

Weston segir hins vegar að málið hafi verið blásið upp, þetta hafi verið stormur í vatnsglasi. "Við áttum vissulega í útistöðum en hann sló mig aldrei í andlitið,“ segir Nikki í samtali við vefsíðuna TMZ.com. Hún vísaði því jafnframt á bug að þau hjónin ætluðu að skilja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.