Lífið

Vill taka upp lag í geimnum

Matt Bellamy, söngvari Muse, hefur fengið mikinn áhuga á stjörnufræði.
Matt Bellamy, söngvari Muse, hefur fengið mikinn áhuga á stjörnufræði.
Matt Bellamy, söngvara Muse, dreymir um að taka upp plötu í geimnum. Þetta segir hann í viðtali á tónlistarvefnum Contact Music.

Bellamy sagði að það yrði svalt að taka annað hvort upp tónlistarmyndband eða lag í geimnum. Hann segist þegar vera búinn að hafa samband við auðkýfinginn Richard Branson og reyna að sannfæra hann um að senda hljómsveitina frítt út í geim þegar geimflugfélag hans, Virgin Galactic, hefur störf.

„Yrði ég hræddur úti í geimnum? Nei, það yrði allt í lagi með mig,“ sagði Bellamy. Hann sagðist einnig vera kominn með mikinn áhuga á stjörnufræði, eftir að rússneskir aðdáendur gáfu honum stjörnukíki eftir tónleika í Moskvu.

„Áhorfendurnir í Moskvu voru örugglega þeir áköfustu sem ég hef séð,“ sagði hann. „Þeir klikkuðust og keyptu handa mér risastóran stjörnukíki. Ég stillti honum upp þegar ég kom heim og skoðaði tunglið. Ég meina það! hefurðu skoðað tunglið í gegnum stjörnukíki? Þar eru fjöll og dót. Það er ótrúlegt.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.