Lífið

Reese og eiginmaðurinn biðja fyrir getnaði

Reese Witherspoon og eiginmann hennar, Jim Toth, langar að eignast barn saman og hafa þau því snúið sér til Drottins.
nordicphotos/getty
Reese Witherspoon og eiginmann hennar, Jim Toth, langar að eignast barn saman og hafa þau því snúið sér til Drottins. nordicphotos/getty
Leikkonan Reese Witherspoon giftist að nýju í vor. Nú heyrast þær sögusagnir að hún og eiginmaðurinn, Jim Toth, vilji gjarnan eignast barn saman og gera ýmislegt til að úr því verði.

Samkvæmt bandarískum miðlum hafa Witherspoon og Toth brugðið á það ráð að leggjast á bæn á hverju kvöldi í von um að getnaður verði. „Þau þrá bæði að eignast barn en í stað þess að prófa tæknifrjóvgun hafa þau snúið sér til Drottins. Þau biðja saman á hverju kvöldi áður en þau fara í háttinn í von um að verða bænheyrð," var haft eftir innanbúðarmanni.

Witherspoon, sem á fyrir tvö börn, er aðeins hálffertug að aldri og því er alls ekki ólíklegt að hún muni eignast þriðja barnið áður en langt um líður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.