Lífið

Tvítyngdar Hollywood-stjörnur

Óskarsverðlaunahafinn Sandra Bullock er hálfþýsk og talar lýtalausa þýsku. Móðir hennar, Helga Meyer, var þýsk óperusöngkona og söngkennari og ferðaðist Bullock gjarnan með henni er hún tók að sér verkefni í Evrópu. Bullock dvaldi oft hjá ömmu sinni og frænku í Nürnberg og náði þá fullkomnum tökum á þýskunni.
Óskarsverðlaunahafinn Sandra Bullock er hálfþýsk og talar lýtalausa þýsku. Móðir hennar, Helga Meyer, var þýsk óperusöngkona og söngkennari og ferðaðist Bullock gjarnan með henni er hún tók að sér verkefni í Evrópu. Bullock dvaldi oft hjá ömmu sinni og frænku í Nürnberg og náði þá fullkomnum tökum á þýskunni.
Viggo mortensen Hjartaknúsarinn á bandaríska móður og danskan föður. Mortensen-fjölskyldan bjó lengi í Argentínu og því talar Mortensen spænsku. Eftir háskólanám ákvað leikarinn að halda af stað út í heim í leit að sjálfum sér og bjó þá um stund í Danmörku, þar sem hann vann meðal annars sem vörubílstjóri og blómasali. Mortensen talar reiprennandi dönsku og spænsku.
Stjörnur eru ekki aðeins fríðar ásýndum heldur eru þær margar einnig vel að sér í tungumálum. Til að mynda tala þau Joseph Gordon-Levitt og Jodie Foster bæði frönsku og Gwyneth Paltrow og Casey Affleck eru þekkt fyrir góða spænskukunnáttu. Aðrar stjörnur eru þó svo heppnar að hafa fengið sitt annað tungumál strax með móðurmjólkinni.
Charlize Theron Fólk gleymir því gjarnan að leikkonan Charlize Theron er ekki bandarísk heldur frá Suður-Afríku og því er enska ekki hennar fyrsta mál. Leikkonan fæddist í bænum Benoni í Suður-Afríku og bjó þar til sextán ára aldurs, þá flutti hún til Ítalíu til að sinna fyrirsætustörfum. Móðurmál Theron er afrikaans en hún skilur einnig hollensku.


NAtalie Portman Leikkonan Natalie Portman fæddist sem Natalie Hershlag og er faðir hennar frá Ísrael. Portman fæddist í Jerúsalem og bjó þar til fjögurra ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Bandaríkjanna. Portman talar bæði ensku og hebresku og hefur látið þau orð falla að hjarta hennar búi í Jerúsalem; „Þar finnst mér ég eiga heima.“Nordicphotos/getty


Colin Firth Hinn breski Colin Firth er kvæntur ítalska kvikmyndaframleiðandanum Livia Giuggioli og deila þau tíma sínum á milli London og Ítalíu. Firth talar fullkomna ítölsku og veigrar sér ekki við að veita viðtöl á því tungumáli.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.