Lífið

Rokkhamborgarar á hjólum

Þegar Finni fann bílinn var greinilegt að hann þurfti að leggja mikla vinnu í hann. Það hefur hann nú gert og bíllinn lítur svona út í dag. Hann á þó enn eftir að leggja lokahöndina á meistaraverkið áður en það sigrar heiminn.
Þegar Finni fann bílinn var greinilegt að hann þurfti að leggja mikla vinnu í hann. Það hefur hann nú gert og bíllinn lítur svona út í dag. Hann á þó enn eftir að leggja lokahöndina á meistaraverkið áður en það sigrar heiminn.
"Ég hef lengi verið að spá og spekúlera í þessa hluti og langað til að gera eitthvað þessu líkt. Ég datt í algjöran lukkupott þegar ég fann þennan bíl,“ segir Guðfinnur Karlsson, athafnamaður með meiru en oftast kenndur við Prikið. Á næstunni mega höfuðborgarbúar búast við því að sjá einstakt farartæki á götum bæjarins. Hamborgarastað á hjólum, innblásinn af rokki og róli eins og nafnið gefur til kynna; Rokk Inn. Finni er kominn með leyfi fyrir bílnum á Geirsgötuplani, ætlar að færa út kvíarnar enn frekar og hyggst jafnframt herja á afmæli og aðrar veislur.

"Þetta er mjög einfalt, bara grillaður hamborgari og kók,“ segir Finni. Og hamborgararnir bera engin venjuleg nöfn heldur eru kenndir við alvöru rokkgoð og hljómsveitir; Axl Rose, Led Zeppelin og Frank Zappa svo einhverjir séu nefndir. Eins og myndirnar gefa til kynna hefur Finni lagt mikla vinnu í að endurbyggja bílinn og hann er þessa dagana að koma fyrir borðum í honum. Með honum fylgir síðan hoppukastali sem athafnamaðurinn er að panta frá Kína og hann verður auðvitað í stíl við allt annað, í hamborgaralíki.

- fgg







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.