Lífið

Börn hræðast Emmu

Emma Watson lendir stundum í því að hræða ung börn.
Emma Watson lendir stundum í því að hræða ung börn.
Emma Watson segir að hún hræði reglulega ung börn sem halda að hún hafi galdrakrafta Hermione Granger í alvörunni og að hún muni leggja á þau álög.

Watson, sem farið hefur með hlutverk Hermione Granger í öllum Harry Potter-kvikmyndunum, finnst þessi hræðsla þó skondin. „Sum börn eru hrædd við mig því þau halda að ég kunni að galdra í alvörunni. Mér hefur alltaf fundist þetta mjög fyndið og ég reyni að segja við þau: „Ég ætla ekki að gera neitt við ykkur. Þetta er allt í lagi“.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.