Bon Jovi og fjölskylda orðlaus yfir Íslandsdvölinni 8. júlí 2011 11:00 Bon Jovi og fjölskylda ferðuðust um í þyrlu á Íslandi og flugu meðal annars til Vestmannaeyja. Mynd/Stefán Rokksöngvarinn Jon Bon Jovi dvaldi á Íslandi í vikunni ásamt fjölskyldu sinni, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Hann var gríðarlega ánægður með dvölina, samkvæmt skipuleggjanda ferðalagsins. „Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í," segir Þorbjörg Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Visitor, sem skipulagði ferðir söngvarans Jons Bon Jovi og fjölskyldu hans á Íslandi. Jon Bon Jovi kom til landsins ásamt eiginkonu sinni, fjórum börnum, aðstoðarmanni og eiginkonu hans um síðustu helgi. Þau dvöldu á Hótel Borg, en ferðuðust mikið um Suðurland. Hópurinn skoðaði meðal annars Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Þorbjörg, eða Obbý eins og hún er ávallt kölluð, segir Bon Jovi og fjölskyldu hafa kunnað gríðarlega vel við sig á Íslandi. „Þau eiga ekki til orð. Þau héldu að þau væru búin að sjá allt, en þetta var algjör upplifun. Þeim fannst hver dagur ótrúlegur," segir Obbý. „Þetta var rosalega skemmtilegt verkefni og fjölskyldan er alveg frábær. Það eru engir stjörnustælar í þeim." Obbý segir að hann hafi að mestu verið látinn í friði á Íslandi, þó að nokkrir hafi stokkið á hann og fengið mynd af sér með goðinu. „Þetta var mjög hefðbundið, allt sem var gert og þau voru eins og hverjir aðrir túristar," segir Obbý. „Þau fóru um bæinn og fæstir þekktu þau. Hann var mjög hissa á því hvað hann fékk mikinn frið." Bon Jovi fór til Tyrklands eftir að Íslandsdvöl hans lauk, en hann kemur fram á tónleikum í Istanbúl í kvöld ásamt hljómsveit sinni. Obbý segir hann ekki hafa útilokað að koma aftur til landsins og að hann sé kominn í hóp svokallaðra Íslandsvina. „Allt sem við gerðum sló í gegn og var það stórkostlegasta sem þau hafa lent í," segir hún. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Rokksöngvarinn Jon Bon Jovi dvaldi á Íslandi í vikunni ásamt fjölskyldu sinni, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Hann var gríðarlega ánægður með dvölina, samkvæmt skipuleggjanda ferðalagsins. „Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í," segir Þorbjörg Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Visitor, sem skipulagði ferðir söngvarans Jons Bon Jovi og fjölskyldu hans á Íslandi. Jon Bon Jovi kom til landsins ásamt eiginkonu sinni, fjórum börnum, aðstoðarmanni og eiginkonu hans um síðustu helgi. Þau dvöldu á Hótel Borg, en ferðuðust mikið um Suðurland. Hópurinn skoðaði meðal annars Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Þorbjörg, eða Obbý eins og hún er ávallt kölluð, segir Bon Jovi og fjölskyldu hafa kunnað gríðarlega vel við sig á Íslandi. „Þau eiga ekki til orð. Þau héldu að þau væru búin að sjá allt, en þetta var algjör upplifun. Þeim fannst hver dagur ótrúlegur," segir Obbý. „Þetta var rosalega skemmtilegt verkefni og fjölskyldan er alveg frábær. Það eru engir stjörnustælar í þeim." Obbý segir að hann hafi að mestu verið látinn í friði á Íslandi, þó að nokkrir hafi stokkið á hann og fengið mynd af sér með goðinu. „Þetta var mjög hefðbundið, allt sem var gert og þau voru eins og hverjir aðrir túristar," segir Obbý. „Þau fóru um bæinn og fæstir þekktu þau. Hann var mjög hissa á því hvað hann fékk mikinn frið." Bon Jovi fór til Tyrklands eftir að Íslandsdvöl hans lauk, en hann kemur fram á tónleikum í Istanbúl í kvöld ásamt hljómsveit sinni. Obbý segir hann ekki hafa útilokað að koma aftur til landsins og að hann sé kominn í hóp svokallaðra Íslandsvina. „Allt sem við gerðum sló í gegn og var það stórkostlegasta sem þau hafa lent í," segir hún. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira