Bon Jovi og fjölskylda orðlaus yfir Íslandsdvölinni 8. júlí 2011 11:00 Bon Jovi og fjölskylda ferðuðust um í þyrlu á Íslandi og flugu meðal annars til Vestmannaeyja. Mynd/Stefán Rokksöngvarinn Jon Bon Jovi dvaldi á Íslandi í vikunni ásamt fjölskyldu sinni, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Hann var gríðarlega ánægður með dvölina, samkvæmt skipuleggjanda ferðalagsins. „Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í," segir Þorbjörg Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Visitor, sem skipulagði ferðir söngvarans Jons Bon Jovi og fjölskyldu hans á Íslandi. Jon Bon Jovi kom til landsins ásamt eiginkonu sinni, fjórum börnum, aðstoðarmanni og eiginkonu hans um síðustu helgi. Þau dvöldu á Hótel Borg, en ferðuðust mikið um Suðurland. Hópurinn skoðaði meðal annars Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Þorbjörg, eða Obbý eins og hún er ávallt kölluð, segir Bon Jovi og fjölskyldu hafa kunnað gríðarlega vel við sig á Íslandi. „Þau eiga ekki til orð. Þau héldu að þau væru búin að sjá allt, en þetta var algjör upplifun. Þeim fannst hver dagur ótrúlegur," segir Obbý. „Þetta var rosalega skemmtilegt verkefni og fjölskyldan er alveg frábær. Það eru engir stjörnustælar í þeim." Obbý segir að hann hafi að mestu verið látinn í friði á Íslandi, þó að nokkrir hafi stokkið á hann og fengið mynd af sér með goðinu. „Þetta var mjög hefðbundið, allt sem var gert og þau voru eins og hverjir aðrir túristar," segir Obbý. „Þau fóru um bæinn og fæstir þekktu þau. Hann var mjög hissa á því hvað hann fékk mikinn frið." Bon Jovi fór til Tyrklands eftir að Íslandsdvöl hans lauk, en hann kemur fram á tónleikum í Istanbúl í kvöld ásamt hljómsveit sinni. Obbý segir hann ekki hafa útilokað að koma aftur til landsins og að hann sé kominn í hóp svokallaðra Íslandsvina. „Allt sem við gerðum sló í gegn og var það stórkostlegasta sem þau hafa lent í," segir hún. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Rokksöngvarinn Jon Bon Jovi dvaldi á Íslandi í vikunni ásamt fjölskyldu sinni, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Hann var gríðarlega ánægður með dvölina, samkvæmt skipuleggjanda ferðalagsins. „Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í," segir Þorbjörg Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Visitor, sem skipulagði ferðir söngvarans Jons Bon Jovi og fjölskyldu hans á Íslandi. Jon Bon Jovi kom til landsins ásamt eiginkonu sinni, fjórum börnum, aðstoðarmanni og eiginkonu hans um síðustu helgi. Þau dvöldu á Hótel Borg, en ferðuðust mikið um Suðurland. Hópurinn skoðaði meðal annars Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Þorbjörg, eða Obbý eins og hún er ávallt kölluð, segir Bon Jovi og fjölskyldu hafa kunnað gríðarlega vel við sig á Íslandi. „Þau eiga ekki til orð. Þau héldu að þau væru búin að sjá allt, en þetta var algjör upplifun. Þeim fannst hver dagur ótrúlegur," segir Obbý. „Þetta var rosalega skemmtilegt verkefni og fjölskyldan er alveg frábær. Það eru engir stjörnustælar í þeim." Obbý segir að hann hafi að mestu verið látinn í friði á Íslandi, þó að nokkrir hafi stokkið á hann og fengið mynd af sér með goðinu. „Þetta var mjög hefðbundið, allt sem var gert og þau voru eins og hverjir aðrir túristar," segir Obbý. „Þau fóru um bæinn og fæstir þekktu þau. Hann var mjög hissa á því hvað hann fékk mikinn frið." Bon Jovi fór til Tyrklands eftir að Íslandsdvöl hans lauk, en hann kemur fram á tónleikum í Istanbúl í kvöld ásamt hljómsveit sinni. Obbý segir hann ekki hafa útilokað að koma aftur til landsins og að hann sé kominn í hóp svokallaðra Íslandsvina. „Allt sem við gerðum sló í gegn og var það stórkostlegasta sem þau hafa lent í," segir hún. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira