Lífið

Átti ekki að fara í fangelsi

Lindsay Lohan segist ekki hafa átt heima í fangelsi, hún hafi ekki beitt neinn ofbeldi.
Lindsay Lohan segist ekki hafa átt heima í fangelsi, hún hafi ekki beitt neinn ofbeldi.
Lindsay Lohan lætur vaða á súðum í viðtali við Vanity Fair og segir að réttarkerfið í Bandaríkjunum hafi komið illa fram við sig. Hún hefði til að mynda aldrei átt að fara í fangelsi.

Lohan komst margoft í kast við lögin, keyrði full og stal hálsmenni en þykir samt eins og hún hafi ekki notið sannmælis. Hún var nýlega dæmd í stofufangelsi fyrir að hafa rofið skilorð en hún var síðast á bakvið lás og slá 2010. Leikkonan segist ekki sjá tilganginn í því að fangelsa manneskjur sem beiti ekki ofbeldi. „Ég er ekki morðingi og ég hef ekki skaðað neinn annan en sjálfa mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.