Enginn vill gefa út Morrissey 7. júlí 2011 20:00 Útgáfufyrirtæki hafa ekki stokkið til og samið við Morrissey, þrátt fyrir að hann hafi verið án samnings í tvö ár. Nordicphotos/Getty Þrátt fyrir að hafa verið að og notið vinsælda í tæp 30 ár á tónlistarmaðurinn Morrissey í vandræðum með að finna útgáfufyrirtæki sem vill gefa út nýju plötuna hans. Hann segir útgáfurnar spenntari fyrir nýjum hljómsveitum. „Ég er ekki með útgáfusamning og gerði ráð fyrir því að ef plötuútgáfurnar vildu mig myndu þær sækja mig. Ég get ekki gert mikið í þessu," segir söngvarinn Morrissey í viðtali við vefmiðilinn Pitchfork. Síðasta plata Morrissey, Years of Refusal, markaði endalok samstarfs hans við útgáfurnar Decca og Attack. Hann er tilbúinn með efni á nýja plötu, en ætlar ekki að taka hana upp fyrr en hann skrifar undir hjá nýju útgáfufyrirtæki. Hann virðist óttast að áhugi útgáfufyrirtækjanna sé ekki til staðar, þar sem honum hefur ekki verið boðinn samningur. „Ég held að útgáfufyrirtæki vilji frekar lokka til sín nýjar hljómsveitir svo þau geti eignað sér uppgang þeirra," segir Morrissey, spurður hvað valdi vandræðum hans. „Flestir muna eftir plötunum sem komu listamönnunum á kortið. Þess vegna skrifa fjölmiðlar bara um mig í samhengi við sögu The Smiths. Það er hvergi minnst á þá staðreynd að ég hef komið þremur sólóplötum á toppinn og verið einn að í 25 ár. Furðulegt." Morrissey og hljómsveit hans fluttu nýlega þrjú ný lög í útvarpsþætti á BBC. Lítið fór fyrir þættinum og spurður hvort honum hafi fundist spennandi að kynna ný lög án risavaxinnar kynningarherferðar segir hann að það hafi verið frábært. „Engin læti, bara ganga inn og spila tónlistina," segir hann. „Ég þrái samt það sem þú kallar „risavaxna kynningarherferð". Það gerist aldrei." Morrissey er augljóslega bitur, eins og hann hefur reyndar verið síðustu þrjátíu ár. Hann er þó ánægður með nýju lögin og segir að þau séu öll mjög sterk. „Ég vil ekki flytja fleiri ný lög opinberlega því áður en maður veit af verður platan aðgengileg í ýmsum myndum fyrir utan tilbúna upptöku úr hljóðveri." Morrissey kom fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í júní. Hann hitaði upp fyrir U2, en mikil rigning var á meðan á tónleikunum stóð. „Í þannig aðstæðum getur maður ekki búist við miklu frá áhorfendum, ég held að þeir hafi líka komið til að sjá U2 — sem er skiljanlegt," segir Morrissey. „U2 er með risavaxna Star Wars-sviðsmynd og trommukjuða sem lýsa upp Norður-Afríku. Ég get ekki keppt við það. Það eina sem ég get boðið heiminum er lögin mín." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið að og notið vinsælda í tæp 30 ár á tónlistarmaðurinn Morrissey í vandræðum með að finna útgáfufyrirtæki sem vill gefa út nýju plötuna hans. Hann segir útgáfurnar spenntari fyrir nýjum hljómsveitum. „Ég er ekki með útgáfusamning og gerði ráð fyrir því að ef plötuútgáfurnar vildu mig myndu þær sækja mig. Ég get ekki gert mikið í þessu," segir söngvarinn Morrissey í viðtali við vefmiðilinn Pitchfork. Síðasta plata Morrissey, Years of Refusal, markaði endalok samstarfs hans við útgáfurnar Decca og Attack. Hann er tilbúinn með efni á nýja plötu, en ætlar ekki að taka hana upp fyrr en hann skrifar undir hjá nýju útgáfufyrirtæki. Hann virðist óttast að áhugi útgáfufyrirtækjanna sé ekki til staðar, þar sem honum hefur ekki verið boðinn samningur. „Ég held að útgáfufyrirtæki vilji frekar lokka til sín nýjar hljómsveitir svo þau geti eignað sér uppgang þeirra," segir Morrissey, spurður hvað valdi vandræðum hans. „Flestir muna eftir plötunum sem komu listamönnunum á kortið. Þess vegna skrifa fjölmiðlar bara um mig í samhengi við sögu The Smiths. Það er hvergi minnst á þá staðreynd að ég hef komið þremur sólóplötum á toppinn og verið einn að í 25 ár. Furðulegt." Morrissey og hljómsveit hans fluttu nýlega þrjú ný lög í útvarpsþætti á BBC. Lítið fór fyrir þættinum og spurður hvort honum hafi fundist spennandi að kynna ný lög án risavaxinnar kynningarherferðar segir hann að það hafi verið frábært. „Engin læti, bara ganga inn og spila tónlistina," segir hann. „Ég þrái samt það sem þú kallar „risavaxna kynningarherferð". Það gerist aldrei." Morrissey er augljóslega bitur, eins og hann hefur reyndar verið síðustu þrjátíu ár. Hann er þó ánægður með nýju lögin og segir að þau séu öll mjög sterk. „Ég vil ekki flytja fleiri ný lög opinberlega því áður en maður veit af verður platan aðgengileg í ýmsum myndum fyrir utan tilbúna upptöku úr hljóðveri." Morrissey kom fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í júní. Hann hitaði upp fyrir U2, en mikil rigning var á meðan á tónleikunum stóð. „Í þannig aðstæðum getur maður ekki búist við miklu frá áhorfendum, ég held að þeir hafi líka komið til að sjá U2 — sem er skiljanlegt," segir Morrissey. „U2 er með risavaxna Star Wars-sviðsmynd og trommukjuða sem lýsa upp Norður-Afríku. Ég get ekki keppt við það. Það eina sem ég get boðið heiminum er lögin mín." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp