Lífið

Logi Geirs hættur í Silver

Logi Geirsson er hættur í Silver-fyrirtækinu sem hann stofnaði ásamt Björgvin Páli Gústavssyni. Hann seldi sinn hlut í desember.
Logi Geirsson er hættur í Silver-fyrirtækinu sem hann stofnaði ásamt Björgvin Páli Gústavssyni. Hann seldi sinn hlut í desember. Mynd/GVA
„Ég er hættur, seldi minn hlut í desember," segir Logi Geirsson, leikmaður FH í handbolta. Hann er hættur afskiptum af hárgels-fyrirtækinu Silver sem hann stofnaði ásamt Björgvin Páli Gústavssyni, markverði íslenska landsliðsins.

Logi segir ýmsar ástæður fyrir því að hann er hættur í gel-bransanum; hann hafi náð að sinna þessu eins og hann vildi og þá hafi aðrir hlutir átt hug hans að undanförnu. Leikmaðurinn hóf fyrir skemmstu störf hjá Asics á Íslandi og þá hefur hann verið að jafna sig af erfiðum meiðslum í öxl en þau héldu honum utanvallar nánast allt síðasta tímabil. Lítil virkni hefur verið á Silver-síðunni, thesilver.is, að undanförnu en síðasta færsla var sett inn fyrir hálfu ári síðan. Logi segist ekki hafa hugmynd um hvert Silver stefni, það sé alfarið í höndum Björgvins.

Það vakti mikla athygli þegar þeir Logi og Björgvin settu á markað hárgel undir vörumerkinu Silver. Nafnið vísaði til glæsilegs árangurs íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Jafnframt rættist langþráður draumur Loga sem hafði í mörg ár blandað sitt eigið gel og hafði lýst því yfir í fjölmiðlum að hann langaði til að leyfa öðrum að njóta þess.

-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.