Ashley nær í Cheryl aftur 6. júlí 2011 07:00 Ashley Cole og Cheryl eru byrjuð aftur saman. Ashley hyggst biðja Cheryl um að giftast sér. Hið ótrúlega hefur gerst; Ashley og Cheryl Cole eru byrjuð aftur saman. Breskir fjölmiðlar vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga því endurnýjaðar örvar Amors koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Knattspyrnukappinn Ashley Cole og söngfuglinn Cheryl Cole eru byrjuð aftur saman. Breska pressan fékk það staðfest um helgina og ætlar Ashley að biðja Cheryl um að giftast sér. Parið lét vel að hvort öðru í afmælisveislu Cheryl um helgina og þau skiptust á kossum fyrir framan vini og vandamenn, þar á meðal móður Cheryl, sem er víst ekki par hrifin af ráðahagnum. Hún er sannfærð um að Ashley sé einskis verður kvennabósi. Samkvæmt Daily Mail kviknaði ástareldurinn milli Ashley og Cheryl nokkru áður en söngkonan hóf störf í hinum bandaríska X-Factor. Sambandið náði síðan nýjum hæðum þegar Cheryl flutti út til Bandaríkjanna. „Hún var ekki með sjálfri sér í upptökunum, allir sáu það, líka Simon Cowell,“ segir heimildarmaður Daily Mail. Bresku blöðin hafa gert því skóna að aðalástæðan fyrir því að Cheryl og Ashley hafi ákveðið að gefa sambandinu annað tækifæri sé sú að þau þrái bæði að eignast börn. Ashley og Cheryl hættu saman fyrir níu mánuðum. Ashley hafði þá verið að gamna sér með öðrum stúlkum og sent þeim myndir af sjálfum sér fáklæddum sem rötuðu síðan á forsíður blaðanna. Leikmaður enska landsliðsins og bakvörður Chelsea átti í kjölfarið ákaflega erfitt bæði innan og utan vallar en aðdáendur annarra liða bauluðu óspart á hann. Ferill Cheryl blómstraði hins vegar og hún virtist vera að ná toppnum þegar henni var boðið dómarastarf í ameríska X-Factornum. Það reyndist hins vegar skammvinnur vermir og þá kom Ashley henni til bjargar, fæddi hana og klæddi þegar heimurinn virtist hafa snúið við henni baki. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Hið ótrúlega hefur gerst; Ashley og Cheryl Cole eru byrjuð aftur saman. Breskir fjölmiðlar vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga því endurnýjaðar örvar Amors koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Knattspyrnukappinn Ashley Cole og söngfuglinn Cheryl Cole eru byrjuð aftur saman. Breska pressan fékk það staðfest um helgina og ætlar Ashley að biðja Cheryl um að giftast sér. Parið lét vel að hvort öðru í afmælisveislu Cheryl um helgina og þau skiptust á kossum fyrir framan vini og vandamenn, þar á meðal móður Cheryl, sem er víst ekki par hrifin af ráðahagnum. Hún er sannfærð um að Ashley sé einskis verður kvennabósi. Samkvæmt Daily Mail kviknaði ástareldurinn milli Ashley og Cheryl nokkru áður en söngkonan hóf störf í hinum bandaríska X-Factor. Sambandið náði síðan nýjum hæðum þegar Cheryl flutti út til Bandaríkjanna. „Hún var ekki með sjálfri sér í upptökunum, allir sáu það, líka Simon Cowell,“ segir heimildarmaður Daily Mail. Bresku blöðin hafa gert því skóna að aðalástæðan fyrir því að Cheryl og Ashley hafi ákveðið að gefa sambandinu annað tækifæri sé sú að þau þrái bæði að eignast börn. Ashley og Cheryl hættu saman fyrir níu mánuðum. Ashley hafði þá verið að gamna sér með öðrum stúlkum og sent þeim myndir af sjálfum sér fáklæddum sem rötuðu síðan á forsíður blaðanna. Leikmaður enska landsliðsins og bakvörður Chelsea átti í kjölfarið ákaflega erfitt bæði innan og utan vallar en aðdáendur annarra liða bauluðu óspart á hann. Ferill Cheryl blómstraði hins vegar og hún virtist vera að ná toppnum þegar henni var boðið dómarastarf í ameríska X-Factornum. Það reyndist hins vegar skammvinnur vermir og þá kom Ashley henni til bjargar, fæddi hana og klæddi þegar heimurinn virtist hafa snúið við henni baki. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp