Lífið

Skin og skúrir á Hróarskeldu

Gúmmístígvél og stuttbuxur eru góð samsetning á útihátíð enda ertu þá bæði klædd fyrir sól og rigningu eins og þessi unga dama.
Gúmmístígvél og stuttbuxur eru góð samsetning á útihátíð enda ertu þá bæði klædd fyrir sól og rigningu eins og þessi unga dama.
Hróarskelduhátíðin fór fram um helgina, en þessi danska tónlistarhátíð er meðal stærstu hátíða í heiminum í dag og telur um 80.000 gesti. Tískan er jafn fjölbreytt og mannlífið en ef marka má myndir af útpældum hátíðargestum má sjá að gúmmístígvél og gallastuttbuxur voru ríkjandi tískubóla meðal gesta. Röndóttir bolir, blómakjólar og klútar í hári voru einnig áberandi.

Veðrið tók á sig margar myndir þessa daga meðan hátíðin fór fram en þar komu meðal annars fram sænska söngkonan Lykke Li, Kings of Leon og The Strokes. Einnig voru Ólöf Arnalds, Agent Fresco og Who Knew fulltrúar Íslands á Hróarskelduhátíðinni í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.