Lífið

Guðjohnsen-feðgar veðja á internetið

Arnór og Eiður Smári hafa stofnað hlutafélag sem á að halda utan um rekstur vefsíðu. Mikil leynd hvílir yfir vefsíðunni.
Arnór og Eiður Smári hafa stofnað hlutafélag sem á að halda utan um rekstur vefsíðu. Mikil leynd hvílir yfir vefsíðunni.
Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen hafa stofnað hlutafélag undir nafninu aeae ehf. ásamt Emil Þór Vigfússyni og Andrew Thomas Mitchell. Arnór og Eiður Smári hafa verið litlir hluthafar í samskiptasíðunni skoost.com sem þeir Emil og Andrew hafa rekið síðan 2009 en ætla nú færa út kvíarnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

„Þetta er bara leyndarmál eins og staðan er í dag, þetta er verkefni sem tengist internetinu og það er í raun það eina sem hægt er að segja um það. En þetta er mjög spennandi," segir Emil Tómas í samtali við Fréttablaðið. Arnór vildi litlu bæta við þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta er á mjög viðkvæmu stigi en hlutirnir ættu að skýrast eftir nokkra mánuði. Ég get þó sagt að ég er að fara að hella mér út í þetta og ég er mjög spenntur fyrir þessu," segir Arnór. Hann vildi hvorki tjá sig um hvort þetta tengdist umboðsstarfinu sem hann hefur sinnt né gefa upp með hvaða liði Eiður Smári spilar á næsta tímabili. Sem kemur þessari frétt lítið við.

Eiður Smári hefur verið duglegur að fjárfesta hér á landi. Hann er einn eigenda gistiheimilisins Kex Hostel við Skúlagötu sem slegið hefur í gegn í miðbæ Reykjavíkur.

-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.