Lífið

Og þá var kátt í höllinni

Íslensku forsetahjónin voru glæsileg þegar þau mættu í athöfnina í Mónakó.
Íslensku forsetahjónin voru glæsileg þegar þau mættu í athöfnina í Mónakó.
Einn frægasti kvennabósi heims, Albert prins, gekk að eiga sunddrottninguna Charlene Wittstock á laugardaginn við hátíðlega athöfn. Varla varð þverfótað fyrir fyrirmönnum í smáríkinu Mónakó þegar hjónavígslan fór fram en meðal gesta voru íslensku forsetahjónin Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff.

Albert prins er sá maður sem kemst næst því að teljast Casanova nútímans, slíkur er fjöldi ástkvenna hans.

Franskir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum fyrir og eftir brúðkaupið um að kvensemi í fortíð prinsins væri þrándur í götu hjónabandsins og Le Journal du Dimanche birti magnaða frásögn af því að Wittstock hefði þrívegis reynt að flýja af hólmi; í París þegar hún átti að máta brúðarkjólinn, þegar Formúlu 1-keppnin fór fram í furstaríkinu og loks viku áður en athöfnin átti að fara fram. En alltaf hefði prinsinum eða starfsfólki hans tekist að sannfæra frú Wittstock um að gefast ekki upp.

Ekkert fararsnið virtist hins vegar vera á brúðinni þegar hún var gefin Alberti, hún þótti þvert á móti glæsileg í Armani-kjólnum sínum.

freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.